Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2024 15:35 Julian Köster skömmu áður en hann skoraði sigurmark Þjóðverja gegn Íslendingum. Hann tók að minnsta kosti fjögur skref áður en hann skaut á markið. getty/Tom Weller Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni