„Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 22:01 Viggó Kristjánsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segist loksins hafa séð „íslenska geðveiki“ í strákunum okkar í gærkvöld þegar þeir mættu Þýskalandi á EM í handbolta. Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira
Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira