Rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 11:57 Minnisvarði í Súðavík um þau fjórtán sem létust í snjóflóðinu árið 1995. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent beiðni um skipan rannsóknarnefndar um Snjóflóðin til forseta Alþingis. vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent þingforseta beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík. Algjör samstaða ríkti um málið þvert á flokka innan nefndarinnar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira