Staðan komi á óvart en samstaða ríki innan breiðfylkingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2024 11:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist ekki geta verið annað en bjartsýnn um að samningar náist fyrir mánaðamót. Vísir/Einar Formaður VR segir stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins mjög alvarlega. Aðkoma stjórnvalda ætti að koma þeim sjálfum vel, enda sé markmið nýrra samninga að draga úr verðbólgu og vaxtastigi. Stéttarfélögin sem semja nú í sameiningu við Samtök atvinnulífsins komu saman í höfuðstöðvum VR klukkan tíu í morgun til að ræða framhald kjaraviðræðna. Viðræðurnar eru komnar í uppnám. SA hefur lýst því yfir að kröfur stéttarfélaganna séu of miklar og að fara eigi blandaða leið, en ekki bara fara fram með krónutöluhækkunum eins og félögin hafa farið fram á. Hvernig blasir staðan við þér núna? „Hún er bara mjög alvarleg en hópurinn er mjög þéttur, mikil samstaða innan okkar raða. Við erum að fara að funda og ræða næstu skref, boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins og við erum að reyna að vinna á þeirri stöðu sem er komin upp,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, áður en fundur hófst í morgun. Staðan kemur á óvart Hann segir stöðuna sem upp er komin nokkuð óvænta, enda hafi verið mikil samstaða milli samningsaðila í upphafi viðræðna. „Okkar hugmyndafræði og okkar kröfur hafa legið fyrir frá upphafi viðræðna og út frá því kom þessi jákvæði tónn hjá Samtökum atvinnulífsins. Þannig að já, þessi afstaða SA kemur verulega á óvart - að þegar reynir síðan á - að þau séu ekki tilbúin að fara í þessa vegferð. Það er auðvitað mjög óvænt og mikil vonbrigði.“ Hann segir umræðu um hvort deilunni verði nú vísað til ríkissáttasemjara meðal fundarefna í dag. Fjórtán dagar eru þar til kjarasamningar renna út. Inntur eftir því hvort hann telji líklegt að samningar náist fyrir þann tíma segist Ragnar bjartsýnn. „Miðað við þá hugmyndafræði sem við lögðum upp með mun það taka töluverðan tíma að koma því saman. Ef við förum í annan fasa verður að koma í ljós hvernig málin þróast. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir stöðuna, við verðum bara að sjá hvað kemur í ljós eftir fundinn.“ Ódýrara fyrir ríkið að taka þátt í baráttunni Stéttarfélögin hafa þá kallað eftir því að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, komi til móts við vinnumarkaðinn í baráttunni gegn verðbólgunni. Það getur ríkið til dæmis gert með hækkun barna- og vaxtabóta og sveitarfélögin með því að takmarka gjaldskrárhækkanir svo fátt eitt sé nefnt. Ragnar segir breytta stöðu ríkisins og ríkissjóðs vegna náttúruhamfaranna í Grindavík ekki eiga að hafa áhrif á aðkomu þess að kjaramálunum. „Miðað við markmið okkar að ná niður vaxtakostnaði, stýrivöxtum, hratt og vel og verðbólgu hefur það gríðarleg áhrif á afkomu sveitarfélaga og ríkisins. Ávinningurinn fyrir ríkið og sveitarfélögin er miklu meiri að ná niður vaxtagjöldum heldur en kostnaðurinn við að koma að samningunum með þeim hætti sem við höfum lagt upp,“ segir Ragnar. „Þetta ætti ekki að trufla. Sömuleiðis er staðan í Grindavík staða sem við erum að eiga við þar sem á annað þúsund félagsmenn okkar eru á svæðinu og við höfum verið að beita okkur fyrir aðgerðum hins opinbera til að taka utan um þetta fólk, meðal annars með uppkaupum á fasteignum og fleiru.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. 19. janúar 2024 09:32 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Stéttarfélögin sem semja nú í sameiningu við Samtök atvinnulífsins komu saman í höfuðstöðvum VR klukkan tíu í morgun til að ræða framhald kjaraviðræðna. Viðræðurnar eru komnar í uppnám. SA hefur lýst því yfir að kröfur stéttarfélaganna séu of miklar og að fara eigi blandaða leið, en ekki bara fara fram með krónutöluhækkunum eins og félögin hafa farið fram á. Hvernig blasir staðan við þér núna? „Hún er bara mjög alvarleg en hópurinn er mjög þéttur, mikil samstaða innan okkar raða. Við erum að fara að funda og ræða næstu skref, boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins og við erum að reyna að vinna á þeirri stöðu sem er komin upp,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, áður en fundur hófst í morgun. Staðan kemur á óvart Hann segir stöðuna sem upp er komin nokkuð óvænta, enda hafi verið mikil samstaða milli samningsaðila í upphafi viðræðna. „Okkar hugmyndafræði og okkar kröfur hafa legið fyrir frá upphafi viðræðna og út frá því kom þessi jákvæði tónn hjá Samtökum atvinnulífsins. Þannig að já, þessi afstaða SA kemur verulega á óvart - að þegar reynir síðan á - að þau séu ekki tilbúin að fara í þessa vegferð. Það er auðvitað mjög óvænt og mikil vonbrigði.“ Hann segir umræðu um hvort deilunni verði nú vísað til ríkissáttasemjara meðal fundarefna í dag. Fjórtán dagar eru þar til kjarasamningar renna út. Inntur eftir því hvort hann telji líklegt að samningar náist fyrir þann tíma segist Ragnar bjartsýnn. „Miðað við þá hugmyndafræði sem við lögðum upp með mun það taka töluverðan tíma að koma því saman. Ef við förum í annan fasa verður að koma í ljós hvernig málin þróast. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir stöðuna, við verðum bara að sjá hvað kemur í ljós eftir fundinn.“ Ódýrara fyrir ríkið að taka þátt í baráttunni Stéttarfélögin hafa þá kallað eftir því að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, komi til móts við vinnumarkaðinn í baráttunni gegn verðbólgunni. Það getur ríkið til dæmis gert með hækkun barna- og vaxtabóta og sveitarfélögin með því að takmarka gjaldskrárhækkanir svo fátt eitt sé nefnt. Ragnar segir breytta stöðu ríkisins og ríkissjóðs vegna náttúruhamfaranna í Grindavík ekki eiga að hafa áhrif á aðkomu þess að kjaramálunum. „Miðað við markmið okkar að ná niður vaxtakostnaði, stýrivöxtum, hratt og vel og verðbólgu hefur það gríðarleg áhrif á afkomu sveitarfélaga og ríkisins. Ávinningurinn fyrir ríkið og sveitarfélögin er miklu meiri að ná niður vaxtagjöldum heldur en kostnaðurinn við að koma að samningunum með þeim hætti sem við höfum lagt upp,“ segir Ragnar. „Þetta ætti ekki að trufla. Sömuleiðis er staðan í Grindavík staða sem við erum að eiga við þar sem á annað þúsund félagsmenn okkar eru á svæðinu og við höfum verið að beita okkur fyrir aðgerðum hins opinbera til að taka utan um þetta fólk, meðal annars með uppkaupum á fasteignum og fleiru.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. 19. janúar 2024 09:32 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. 19. janúar 2024 09:32
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21
Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07