„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 10:00 Janus Daði Smárason fékk að spila meira og stóð sig mjög vel. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. „Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
„Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira