Einkunnir Strákanna okkar á móti Þýskalandi: Janus og Ýmir frábærir en hornamenn og vítaskyttur brugðust Íþróttadeild Vísis skrifar 18. janúar 2024 21:40 Ýmir Örn átti virkilega góðan leik í vörninni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum, 26-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á EM. Íslenska liðið spilaði sinn besta leik á mótinu í kvöld. Vörnin var öflug, Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel, Björgvin Páll Gústavsson lagði tvær vítavörslur í púkkið og Janus Daði Smárason var frábær í sókninni í seinni hálfleik og skoraði þá sex mörk. Þriðja leikinn í röð var nýting Íslendinga úr hornunum afleit og þá fóru fjögur víti í súginn, þar af tvö á síðustu þremur mínútunum. Niðurstaðan svekkjandi tap eftir góða frammistöðu en hornamenn og vítaskyttur íslenska liðsins brugðust algjörlega í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (17 varin skot - 56:11 mín.) Frábær frammistaða hjá Viktori í kvöld. Varði sjö skot í fyrri hálfleik, tíu í þeim seinni og sautján alls, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Stöðugur og góður allan leikinn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (1 mark - 56:39 mín.) Er ekki sjálfum sér líkur og hefur ekki verið á þessu móti fyrir utan fyrsta leikinn gegn Serbíu. Fer illa með færin sín og er oft steinsofandi í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 56:39 mín.) Fyrirliðinn mætti ákveðinn til leiks og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands með frábærum skotum utan af velli en skoraði ekki meira í leiknum. Skotin í seinni hálfleik gengu ekki. Gríðarlega sterkur í vörninni allan tímann. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (6 mörk - 26:53 mín.) Spilaði einn sinn besta landsleik. Skoraði sex mörk í seinni hálfleik þar sem hann var stórkostlegur, áræðinn og yfirvegaður í bland. Gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Getur gengið stoltur af velli. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 37:19 mín.) Mjög slakur leikur hjá Selfyssingnum. Klúðraði tveimur vítum, þar af öðru þegar rúm mínúta var til leiksloka. Fann engan takt í kvöld og verður að girða sig í brók fyrir framhaldið. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (4 mörk - 41:58 mín.) Upp og niður leikur hjá Sigvalda. Skoraði úr fyrsta skotinu sínu, klikkaði á næstu tveimur en skoraði svo þrjú mörk úr þremur skotum í seinni hálfleik og fiskaði eitt víti. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 49:20 mín.) Gríðarlega öflugur í vörninni þar sem hann gekk vasklega fram. Skoraði eitt mark en fékk úr litlu að moða í sókninni. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 5 (1 mark - 31:53 mín.) Meiri háttar góð frammistaða hjá Ými. Var algjörlega frábær í vörninni, tók frumkvæði og gekk fram með góðu fordæmi. Skoraði svo meira að segja laglegt mark undir lok leiksins. Lagði líf og sál í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (0 mörk - 14:33 mín.) Ömurleg frammistaða hjá Óðni. Klikkaði á öllum þremur færunum sínum sem voru galopin. Hefur venjulega nýtt tækifærin sín með landsliðinu vel en verið afleitur á þessu móti. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (1 stoðsending - 8:52 mín.) Byrjaði á bekknum en kom inn á seinni hluta fyrri hálfleiks. Er ekki sami leikmaður og fyrir meiðslin og nær aldrei að fara framhjá sínum varnarmanni. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 24:05 mín.) Skoraði tvö góð og keimlík mörk í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Klúðraði tveimur vítum sem reyndist rándýrt. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 30:18 mín.) Byrjaði á bekknum en kom virkilega sterkur inn á. Varnarframmistaða Elvars var einstaklega góð og hann skoraði auk þess tvö mörk. Besti leikur hans á mótinu. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 9:09 mín.) Spilaði aðeins í fyrri hálfleik. Sterkur í vörninni og skoraði gott mark. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður 4 - (2 varin skot - 48 sek.) Spilaði ekki nógu mikið til að fá einkunn en fær samt fjóra fyrir að verja tvö vítaköst frá Juri Knorr. Frábær innkoma hjá okkar reyndasta manni. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - spilaði ekki Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 4 Lagði leikinn vel upp og leikáætlun íslenska liðsins gekk að stærstu leyti upp. Spennustigið var rétt stillt, framlag og vinnusemi leikmanni var til mikillar fyrirmyndar, vörnin var lengst af sterk, markvarslan góð og sóknarleikurinn betri en í síðustu leikjum. Boltinn gekk betur og íslensku leikmennirnir ógnuðu vel fyrir utan og skoruðu mikið með langskotum. En færanýtingin heldur áfram að vera íslenska liðinu fjötur um fót en það er ekki við Snorra að sakast í þeim efnum. Gerði rétt með að byrja inn á með Janus og Ými og nýtti Elvar og Aron rétt. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Íslenska liðið spilaði sinn besta leik á mótinu í kvöld. Vörnin var öflug, Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel, Björgvin Páll Gústavsson lagði tvær vítavörslur í púkkið og Janus Daði Smárason var frábær í sókninni í seinni hálfleik og skoraði þá sex mörk. Þriðja leikinn í röð var nýting Íslendinga úr hornunum afleit og þá fóru fjögur víti í súginn, þar af tvö á síðustu þremur mínútunum. Niðurstaðan svekkjandi tap eftir góða frammistöðu en hornamenn og vítaskyttur íslenska liðsins brugðust algjörlega í kvöld. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (17 varin skot - 56:11 mín.) Frábær frammistaða hjá Viktori í kvöld. Varði sjö skot í fyrri hálfleik, tíu í þeim seinni og sautján alls, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Stöðugur og góður allan leikinn. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (1 mark - 56:39 mín.) Er ekki sjálfum sér líkur og hefur ekki verið á þessu móti fyrir utan fyrsta leikinn gegn Serbíu. Fer illa með færin sín og er oft steinsofandi í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 56:39 mín.) Fyrirliðinn mætti ákveðinn til leiks og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Íslands með frábærum skotum utan af velli en skoraði ekki meira í leiknum. Skotin í seinni hálfleik gengu ekki. Gríðarlega sterkur í vörninni allan tímann. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (6 mörk - 26:53 mín.) Spilaði einn sinn besta landsleik. Skoraði sex mörk í seinni hálfleik þar sem hann var stórkostlegur, áræðinn og yfirvegaður í bland. Gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Getur gengið stoltur af velli. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 37:19 mín.) Mjög slakur leikur hjá Selfyssingnum. Klúðraði tveimur vítum, þar af öðru þegar rúm mínúta var til leiksloka. Fann engan takt í kvöld og verður að girða sig í brók fyrir framhaldið. Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 3 (4 mörk - 41:58 mín.) Upp og niður leikur hjá Sigvalda. Skoraði úr fyrsta skotinu sínu, klikkaði á næstu tveimur en skoraði svo þrjú mörk úr þremur skotum í seinni hálfleik og fiskaði eitt víti. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 49:20 mín.) Gríðarlega öflugur í vörninni þar sem hann gekk vasklega fram. Skoraði eitt mark en fékk úr litlu að moða í sókninni. Ýmir Örn Gíslason, varnarmaður - 5 (1 mark - 31:53 mín.) Meiri háttar góð frammistaða hjá Ými. Var algjörlega frábær í vörninni, tók frumkvæði og gekk fram með góðu fordæmi. Skoraði svo meira að segja laglegt mark undir lok leiksins. Lagði líf og sál í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 1 (0 mörk - 14:33 mín.) Ömurleg frammistaða hjá Óðni. Klikkaði á öllum þremur færunum sínum sem voru galopin. Hefur venjulega nýtt tækifærin sín með landsliðinu vel en verið afleitur á þessu móti. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (1 stoðsending - 8:52 mín.) Byrjaði á bekknum en kom inn á seinni hluta fyrri hálfleiks. Er ekki sami leikmaður og fyrir meiðslin og nær aldrei að fara framhjá sínum varnarmanni. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 3 (3 mörk - 24:05 mín.) Skoraði tvö góð og keimlík mörk í fyrri hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Klúðraði tveimur vítum sem reyndist rándýrt. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 30:18 mín.) Byrjaði á bekknum en kom virkilega sterkur inn á. Varnarframmistaða Elvars var einstaklega góð og hann skoraði auk þess tvö mörk. Besti leikur hans á mótinu. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 9:09 mín.) Spilaði aðeins í fyrri hálfleik. Sterkur í vörninni og skoraði gott mark. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður 4 - (2 varin skot - 48 sek.) Spilaði ekki nógu mikið til að fá einkunn en fær samt fjóra fyrir að verja tvö vítaköst frá Juri Knorr. Frábær innkoma hjá okkar reyndasta manni. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - spilaði ekki Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 4 Lagði leikinn vel upp og leikáætlun íslenska liðsins gekk að stærstu leyti upp. Spennustigið var rétt stillt, framlag og vinnusemi leikmanni var til mikillar fyrirmyndar, vörnin var lengst af sterk, markvarslan góð og sóknarleikurinn betri en í síðustu leikjum. Boltinn gekk betur og íslensku leikmennirnir ógnuðu vel fyrir utan og skoruðu mikið með langskotum. En færanýtingin heldur áfram að vera íslenska liðinu fjötur um fót en það er ekki við Snorra að sakast í þeim efnum. Gerði rétt með að byrja inn á með Janus og Ými og nýtti Elvar og Aron rétt. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira