Um helmingi dýrara að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufélögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2024 14:03 Staðsetning virðist hafa meiri áhrif á verð lítilla íbúða samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Hæsta fermetraverðið er á tveggja herbergja íbúðum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. vísir/Vilhlem Leiguverð hjá hagnaðardrifnum leigufélögum er ríflega sextíu prósent hærra en hjá þeim óhagnaðardrifnu samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Vísitalan byggir á nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefur mun betri mynd af leigumarkaðnum en áður. Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“ Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent