Stöndum vörð um orkuöryggi Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun