„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:31 Bjarki Már var svekktur á svip þegar fréttamaður spurði út í leik gærkvöldsins. vísir / vilhelm Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. „Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira