„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 08:02 Aron Pálmarsson steig mörg fyrstu skref sín á stórglæsilegum atvinnumannsferli undir handleiðslu Alfreðs Gíslasonar. Þeir hittast í Köln í kvöld. Getty/Sascha Steinbach „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira