Gott fyrir umhirðu skófatnaðar að stíga í hundaskít Þorkell Steindal skrifar 17. janúar 2024 13:30 Ef maður pælir í því, er þá ekki bara gott fyrir alla að stíga í hundaskít? og fá með því hvatningu til þess að þrífa skónna sína og fyrst fólk er nú farið að þrífa skónna er þá ekki líklegt að það skelli kannski einni umferð af skóáburði eða olíu á leðrið? Sennilega ekki, og þessi fyrirsögn og fyrsta klausa voru ætlaðar til þess að plata þig lesandi góður til þess að byrja að lesa þennan pistil. Ég held að við getum öll verið sammála um það að ofan rituð fullyrðing á ekki við um flesta þá sem stíga í hundaskít og enn fremur að þakklæti til þeirra sem skildu hann eftir sé ekki ofarlega í hugum fólks. Fyrir okkur sem eru með hunda er útbreiðsla matarafganga á pari við takmarkaða gleði þeirra sem stíga í hundaskít. Ég geri ráð fyrir því að fólk sé að dreifa matarafgöngum út um allar jarðir af góðum hug en gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess fyrir fjórfættu vini okkar. Nú heyri ég fólk hugsa með sér “fólk á bara að fylgjast með hundunum sínum” og það er alveg rétt. Auðvitað eigum við að fylgjast með þeim og það er okkar hlutverk sem hunda eigendur að passa upp á þessa vitleysinga. En hvað með okkur sem ekki sjá? Ég er með leiðsöguhund sem ég geng mikið með. Hluta af hverjum göngutúr fær hann að vera venjulegur hundur og snuðra um í löngum taumi. Nú hefur það verið að gerast, hvað eftir annað að hann hefur fundið matarafganga í miður kræsilegu ástandi, borðað þá og fengið í magann. Nú heyri ég fólk aftur hugsa “er þetta ekki almennilega þjálfaður hundur?”, jú hann er það svo sannarlega en best þjálfaði hundur í heimi er samt hundur. Í samtali sem ég átti um daginn þar sem ég var að nöldra yfir þessu málefni taldi viðmælandi minn að hundurinn myndi nú læra af þessu. Nei, engin hætta á því. Hundar virka ekki þannig, allavega ekki Labradorar og á þetta við um flesta hunda. Þetta eru skepnur sem eru í núinu og tengja ekki við leiðinlegar afleiðingar löngu seinna. Þó að ég hafi, í dýpstu hugarfylgsnum mínum, blótað þeim sem eru að skilja eftir mat í sand og ösku þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er gert með góðum hug. Það er verið að skilja þetta eftir fyrir fuglana, krumma og útigangs ketti. Allt í lagi en getum við þá sammælst um að setja þetta einhvers staðar þar sem hundarnir komast ekki í þetta. Ég get af sjálfsögðu ekki rifið kjaft yfir því að fólk geri þetta í garðinum heima hjá sér og bendi á að ef ykkur finnst ógeðslegt að hafa úldnandi matarafganga í garðinum hjá ykkur væri þá ekki hægt að yfirfæra það yfir á aðra staði? Málið er að þetta er ekki bara orsakavaldur að óþægindum og veseni fyrir hundaeigendur heldur veldur þetta vanlíðan hjá hundunum, er heilsuspillandi og í sumum tilfellum hættulegt. Nú er ég aftur kominn inn í huga lesenda og heyri þar “hva, nokkrar brauðsneiðar ættu nú ekki að skaða neinn” og það er rétt, nema kannski greyið fuglana sem eru nú orðin auðveld bráð fyrir ketti. En málið er að þetta eru ekki bara nokkrar brauðsneiðar. Kótilettur, læri, hryggur og allskonar afgangar eru á víð og dreif og hef ég meira að segja þurft að fjarlægja heilan kalkún sem hundurinn minn fann uppi á veðurstofu hæð. Hvernig þessi kalkúnn andaði þarna er efni í annan pistil. Það er ekki gott fyrir neinn að borða matarafganga sem hafa legið úti um lengri eð skemmri tíma en það er ekki það versta. Elduð bein mynda flísar sem valdið geta stórskaða í meltingarvegi hunda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu varasamt það er að innbyrða hvassar flísar. Í flestum tilfellum gengur þetta niður án teljandi vandræða en ef illa fer er það stór varasamt og veldur róttæku inngripi dýralæknis, uppskurði og þeirri vanlíðan fyrir hundinn, tilkostnaði fyrir eiganda og sálarangist beggja. Sem leiðsöguhundanotandi er þetta alvarlegra atriði fyrir mig en fyrir þá sem ekki eru með vinnuhund. Ég er alls ekki að gera lítið úr alvarleika málsins fyrir gæludýr en bendi hins vegar á það að munurinn er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Hundurinn minn er gríðarlega kostnaðarsamt sértækt vinnutæki sem er orðinn eins og framlenging á skynfærum mínum. Við erum saman allan daginn, alla daga árið um kring. Ég vonast til þess að þessi skrif mín vekja fólk til umhugsunar og ýti undir ábyrgðartilfinningu. Sýnum tillitssemi og göngum svo frá okkar gæðum og góðvild í garð svöngu dýranna þannig að tjáning okkar og góðmennska bitni ekki á neinum. Öllum ætti að geta liðið vel í hjarta sýnu við það að taka tillit til leiðsöguhunda og fengið sama feel good kikk út úr því að dreifa ekki skaðlegum og jafnvel hættulegum ómótstæðilegum molum sem valda vanlíðan, veseni og hættu. Þeir sem keyra bíla halda áfram að fara eftir umferðarlögum, við sem eigum hunda höldum áfram að hirða upp eftir þá og göngum frá matarafgöngum af skynsemi og tillitssemi. Að þessu gefnu ætti að vera aðeins auðveldara að búa saman og e.t.v. á góðum degi að þykja pínu vænt um hvert annað. Höfundur er notandi leiðsöguhunds og formaður leiðsöguhundadeildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ef maður pælir í því, er þá ekki bara gott fyrir alla að stíga í hundaskít? og fá með því hvatningu til þess að þrífa skónna sína og fyrst fólk er nú farið að þrífa skónna er þá ekki líklegt að það skelli kannski einni umferð af skóáburði eða olíu á leðrið? Sennilega ekki, og þessi fyrirsögn og fyrsta klausa voru ætlaðar til þess að plata þig lesandi góður til þess að byrja að lesa þennan pistil. Ég held að við getum öll verið sammála um það að ofan rituð fullyrðing á ekki við um flesta þá sem stíga í hundaskít og enn fremur að þakklæti til þeirra sem skildu hann eftir sé ekki ofarlega í hugum fólks. Fyrir okkur sem eru með hunda er útbreiðsla matarafganga á pari við takmarkaða gleði þeirra sem stíga í hundaskít. Ég geri ráð fyrir því að fólk sé að dreifa matarafgöngum út um allar jarðir af góðum hug en gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess fyrir fjórfættu vini okkar. Nú heyri ég fólk hugsa með sér “fólk á bara að fylgjast með hundunum sínum” og það er alveg rétt. Auðvitað eigum við að fylgjast með þeim og það er okkar hlutverk sem hunda eigendur að passa upp á þessa vitleysinga. En hvað með okkur sem ekki sjá? Ég er með leiðsöguhund sem ég geng mikið með. Hluta af hverjum göngutúr fær hann að vera venjulegur hundur og snuðra um í löngum taumi. Nú hefur það verið að gerast, hvað eftir annað að hann hefur fundið matarafganga í miður kræsilegu ástandi, borðað þá og fengið í magann. Nú heyri ég fólk aftur hugsa “er þetta ekki almennilega þjálfaður hundur?”, jú hann er það svo sannarlega en best þjálfaði hundur í heimi er samt hundur. Í samtali sem ég átti um daginn þar sem ég var að nöldra yfir þessu málefni taldi viðmælandi minn að hundurinn myndi nú læra af þessu. Nei, engin hætta á því. Hundar virka ekki þannig, allavega ekki Labradorar og á þetta við um flesta hunda. Þetta eru skepnur sem eru í núinu og tengja ekki við leiðinlegar afleiðingar löngu seinna. Þó að ég hafi, í dýpstu hugarfylgsnum mínum, blótað þeim sem eru að skilja eftir mat í sand og ösku þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er gert með góðum hug. Það er verið að skilja þetta eftir fyrir fuglana, krumma og útigangs ketti. Allt í lagi en getum við þá sammælst um að setja þetta einhvers staðar þar sem hundarnir komast ekki í þetta. Ég get af sjálfsögðu ekki rifið kjaft yfir því að fólk geri þetta í garðinum heima hjá sér og bendi á að ef ykkur finnst ógeðslegt að hafa úldnandi matarafganga í garðinum hjá ykkur væri þá ekki hægt að yfirfæra það yfir á aðra staði? Málið er að þetta er ekki bara orsakavaldur að óþægindum og veseni fyrir hundaeigendur heldur veldur þetta vanlíðan hjá hundunum, er heilsuspillandi og í sumum tilfellum hættulegt. Nú er ég aftur kominn inn í huga lesenda og heyri þar “hva, nokkrar brauðsneiðar ættu nú ekki að skaða neinn” og það er rétt, nema kannski greyið fuglana sem eru nú orðin auðveld bráð fyrir ketti. En málið er að þetta eru ekki bara nokkrar brauðsneiðar. Kótilettur, læri, hryggur og allskonar afgangar eru á víð og dreif og hef ég meira að segja þurft að fjarlægja heilan kalkún sem hundurinn minn fann uppi á veðurstofu hæð. Hvernig þessi kalkúnn andaði þarna er efni í annan pistil. Það er ekki gott fyrir neinn að borða matarafganga sem hafa legið úti um lengri eð skemmri tíma en það er ekki það versta. Elduð bein mynda flísar sem valdið geta stórskaða í meltingarvegi hunda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu varasamt það er að innbyrða hvassar flísar. Í flestum tilfellum gengur þetta niður án teljandi vandræða en ef illa fer er það stór varasamt og veldur róttæku inngripi dýralæknis, uppskurði og þeirri vanlíðan fyrir hundinn, tilkostnaði fyrir eiganda og sálarangist beggja. Sem leiðsöguhundanotandi er þetta alvarlegra atriði fyrir mig en fyrir þá sem ekki eru með vinnuhund. Ég er alls ekki að gera lítið úr alvarleika málsins fyrir gæludýr en bendi hins vegar á það að munurinn er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Hundurinn minn er gríðarlega kostnaðarsamt sértækt vinnutæki sem er orðinn eins og framlenging á skynfærum mínum. Við erum saman allan daginn, alla daga árið um kring. Ég vonast til þess að þessi skrif mín vekja fólk til umhugsunar og ýti undir ábyrgðartilfinningu. Sýnum tillitssemi og göngum svo frá okkar gæðum og góðvild í garð svöngu dýranna þannig að tjáning okkar og góðmennska bitni ekki á neinum. Öllum ætti að geta liðið vel í hjarta sýnu við það að taka tillit til leiðsöguhunda og fengið sama feel good kikk út úr því að dreifa ekki skaðlegum og jafnvel hættulegum ómótstæðilegum molum sem valda vanlíðan, veseni og hættu. Þeir sem keyra bíla halda áfram að fara eftir umferðarlögum, við sem eigum hunda höldum áfram að hirða upp eftir þá og göngum frá matarafgöngum af skynsemi og tillitssemi. Að þessu gefnu ætti að vera aðeins auðveldara að búa saman og e.t.v. á góðum degi að þykja pínu vænt um hvert annað. Höfundur er notandi leiðsöguhunds og formaður leiðsöguhundadeildarinnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun