Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 10:30 Snorri Steinn Guðjónsson getur enn komið íslenska landsliðinu á Ólympíuleikana í París í sumar. vísir/vilhelm Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira