Breyttar fjölskylduaðstæður vógu þyngst Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2024 19:47 Aron Bjarnason er kominn heim og samdi við Breiðablik. Vísir/Sigurjón Aron Bjarnason sneri nýverið heim úr atvinnumennsku og samdi við Breiðablik fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Það var smá bras að losa sig frá liði hans erlendis en hann var ákveðinn í heimför. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef auðvitað verið í félaginu áður og það er allt í toppstandi.“ segir Aron um skipti sín til Blika. Mikið var rætt og ritað um heimkomu Arons og hann orðaður við nokkur lið. Mest þó við fyrrum félög sín tvö, Breiðablik og Val. Hann var enn samningsbundinn liði sínu Sirius í Svíþjóð og var félagið ekki reiðubúið að slíta samningi eða láta hann fara frítt. Það flækti málið og hefur hann því þurft að bíða þolinmóður á meðan félögin komust að samkomulagi um kaupverð. „Ég hef verið að vinna í því að fá mig lausan hjá félaginu úti og félögin hérna heima þurfa að greiða eitthvað ákveðið verð. Svo er það bara þeirra að koma saman og ég að ná samkomulagi við félögin hér heima. Þetta er svolítið flókið en hafðist á endanum.“ „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það hvaða félög þetta voru en ég fór almennilega í samningaviðræður við tvö félög. Það voru mörg önnur sem voru að spyrjast fyrir en fór ekkert lengra.“ segir Aron. Aron varð Íslandsmeistari með Val á Covid-tímabilinu 2020.Vísir/Haraldur Sú saga fór hátt að Valsmenn væru tilbúnir að halda blaðamannafund þegar Aroni hafi snúist hugur og samið við Blika. Aron segir það flökkusögu. „Ég held það sé bara ekki rétt. Það var ekki forsenda fyrir því að halda blaðamannafund. Það var ekki komið svo langt, það þarf að vera samþykkt frá félaginu úti og ég að samþykkja frá þeim. Það var ekki komið á það stig,“ segir Aron. Best fjölskyldunnar vegna að koma heim Aron og kærasta hans eiga ungt barn og það hefur blundað í honum um nokkurra mánaða skeið að reyna að komast að hjá liði hér heima. „Um mitt tímabil í fyrra tók ég smá samtal við klúbbinn um þetta. Svo breyttust fjölskylduaðstæður í september og okkur langaði að koma heim. Ég væri þá hérna í toppliði, við með fjölskyldu og vinum og við teljum það mjög mikils virði.“ Góð frammistaða með Breiðabliki 2019 leiddi til þess að Újpest í Ungverjalandi festi kaup á Aroni.Vísir/Bára „Kærastan mín er nýlega búin að klára læknisfræðinám og er að fara halda áfram í sérnámsgrunni og að vinna hérna heima. Það hentaði okkur langbest að koma heim núna. Ég er 28 ára og hef fullt fram að færa í deildinni. Þetta var frábært fit, í rauninni,“ segir Aron. Fylgst vel með og spenntur að byrja Aron kveðst hafa fylgst vel með Bestu deildinni undanfarin ár en hann lék síðast á láni hjá Val sumarið 2020, og varð Íslandsmeistari. Hann er spenntur að koma aftur inn í deild sem styrkist með hverju árinu. „Þetta er mjög spennandi. Ég er búinn að fylgjast með þessu mjög vel með síðustu ár og hef alltaf gaman af því að horfa á deildina. Ég er mjög spenntur að komast í þessa deild,“ Breiðablik kláraði í desember lengstu leiktíð sem sögur fara af á Íslandi sökum þátttöku liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar hafa orðið þjálfaraskipti þar sem Halldór Árnason tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni fyrr í vetur og því nóg um að vera í Kópavogi. „Þeir eru stórhuga. Það á ekkert að fara að slaka á þar. Ég þekki strákana í liðinu og hef fylgst vel með þeim og hrífst af leikstílnum. Það koma einhverjar breytingar með þjálfaraskiptum en mér líst mjög vel á það sem þeir hafa haft að segja. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Aron. Klippa: Spenntur fyrir komandi tímum í Kópavogi Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef auðvitað verið í félaginu áður og það er allt í toppstandi.“ segir Aron um skipti sín til Blika. Mikið var rætt og ritað um heimkomu Arons og hann orðaður við nokkur lið. Mest þó við fyrrum félög sín tvö, Breiðablik og Val. Hann var enn samningsbundinn liði sínu Sirius í Svíþjóð og var félagið ekki reiðubúið að slíta samningi eða láta hann fara frítt. Það flækti málið og hefur hann því þurft að bíða þolinmóður á meðan félögin komust að samkomulagi um kaupverð. „Ég hef verið að vinna í því að fá mig lausan hjá félaginu úti og félögin hérna heima þurfa að greiða eitthvað ákveðið verð. Svo er það bara þeirra að koma saman og ég að ná samkomulagi við félögin hér heima. Þetta er svolítið flókið en hafðist á endanum.“ „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það hvaða félög þetta voru en ég fór almennilega í samningaviðræður við tvö félög. Það voru mörg önnur sem voru að spyrjast fyrir en fór ekkert lengra.“ segir Aron. Aron varð Íslandsmeistari með Val á Covid-tímabilinu 2020.Vísir/Haraldur Sú saga fór hátt að Valsmenn væru tilbúnir að halda blaðamannafund þegar Aroni hafi snúist hugur og samið við Blika. Aron segir það flökkusögu. „Ég held það sé bara ekki rétt. Það var ekki forsenda fyrir því að halda blaðamannafund. Það var ekki komið svo langt, það þarf að vera samþykkt frá félaginu úti og ég að samþykkja frá þeim. Það var ekki komið á það stig,“ segir Aron. Best fjölskyldunnar vegna að koma heim Aron og kærasta hans eiga ungt barn og það hefur blundað í honum um nokkurra mánaða skeið að reyna að komast að hjá liði hér heima. „Um mitt tímabil í fyrra tók ég smá samtal við klúbbinn um þetta. Svo breyttust fjölskylduaðstæður í september og okkur langaði að koma heim. Ég væri þá hérna í toppliði, við með fjölskyldu og vinum og við teljum það mjög mikils virði.“ Góð frammistaða með Breiðabliki 2019 leiddi til þess að Újpest í Ungverjalandi festi kaup á Aroni.Vísir/Bára „Kærastan mín er nýlega búin að klára læknisfræðinám og er að fara halda áfram í sérnámsgrunni og að vinna hérna heima. Það hentaði okkur langbest að koma heim núna. Ég er 28 ára og hef fullt fram að færa í deildinni. Þetta var frábært fit, í rauninni,“ segir Aron. Fylgst vel með og spenntur að byrja Aron kveðst hafa fylgst vel með Bestu deildinni undanfarin ár en hann lék síðast á láni hjá Val sumarið 2020, og varð Íslandsmeistari. Hann er spenntur að koma aftur inn í deild sem styrkist með hverju árinu. „Þetta er mjög spennandi. Ég er búinn að fylgjast með þessu mjög vel með síðustu ár og hef alltaf gaman af því að horfa á deildina. Ég er mjög spenntur að komast í þessa deild,“ Breiðablik kláraði í desember lengstu leiktíð sem sögur fara af á Íslandi sökum þátttöku liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar hafa orðið þjálfaraskipti þar sem Halldór Árnason tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni fyrr í vetur og því nóg um að vera í Kópavogi. „Þeir eru stórhuga. Það á ekkert að fara að slaka á þar. Ég þekki strákana í liðinu og hef fylgst vel með þeim og hrífst af leikstílnum. Það koma einhverjar breytingar með þjálfaraskiptum en mér líst mjög vel á það sem þeir hafa haft að segja. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Aron. Klippa: Spenntur fyrir komandi tímum í Kópavogi Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti