Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 12:02 Snorri Steinn Guðjónsson nýtir stundum tímann í nokkur körfuboltaskot með handboltanum á meðan lærisveinar hans liðka sig til í upphafi æfingar. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. „Nei, alls ekki. Þetta er bara leikur sem ég vil vinna. Þegar ég vinn þennan leik þá bætir það ekkert upp fyrir það sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan,“ sagði Snorri Steinn við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu í München í gær. Ísland tapaði gegn Ungverjum með sárum hætti á HM fyrir ári síðan en ætla má að Snorri vísi í enn sárara tap, í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London 2012, þar sem Snorri tók örlagaríkt vítakast í lok leiks. Ísland vann reyndar Ungverja á þeirra heimavelli á EM fyrir tveimur árum, en aðspurður hvort einhvers konar Ungverjagrýla væri orðin til svaraði Snorri hlæjandi: „Þú bjóst hana til,“ og bætti svo við: „Ég er ekki að hugsa um þetta sem einhverja Grýlu. Bara sem úrslitaleik. Það er á margan hátt forréttindastaða að vera í, að geta spilað hreinan úrslitaleik um að vinna riðilinn. Ef það gerist þá erum við komnir með tvö stig með okkur í milliriðil. Við þurfum frekar að horfa á þetta þannig en sem eitthvað vesen.“ Klippa: Snorri búinn undir úrslitaleik við Ungverja Ísland hefur spilað tvo æsispennandi leiki til þessa og gert jafntefli við Serbíu en unnið Svartfjallaland með einu marki. Meira þarf til gegn Ungverjum að mati Snorra: Þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Spila betur. Mér finnst þetta [Ungverjaland] vera besta liðið í riðlinum og við þurfum betri frammistöðu en í fyrstu tveimur leikjunum. Við höfum auðvitað oft spilað við þá og ég held að það viti allir hvað er að koma. Markahæsti maðurinn þeirra [Bence Bánhidi] er línumaður og það er ekki bara að hann skori mörk. Allt spil þeirra snýst fáránlega mikið um hann. Það er á hreinu að ég þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá, þannig að við þurfum bara að glíma við þetta. Ákveðnar stöður sem við þurfum við loka á en bjóða upp á aðrar. Mig langar að bjóða þeim upp á ákveðin skot utan af velli, og sjá hvort að Bjöggi og Viktor nái ekki að taka það. Ef það gengur eftir held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Snorri. Hann var í lokin spurður út í Hauk Þrastarson, sem ekkert hefur spilað á mótinu til þessa, en gaf lítið uppi: „Þið eruð ansi klókir þú og Einar Örn [Jónsson, hjá RÚV]. Hver veit nema að hann sé ekki í hóp [í dag]?“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Nei, alls ekki. Þetta er bara leikur sem ég vil vinna. Þegar ég vinn þennan leik þá bætir það ekkert upp fyrir það sem gerðist fyrir einhverjum árum síðan,“ sagði Snorri Steinn við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu í München í gær. Ísland tapaði gegn Ungverjum með sárum hætti á HM fyrir ári síðan en ætla má að Snorri vísi í enn sárara tap, í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London 2012, þar sem Snorri tók örlagaríkt vítakast í lok leiks. Ísland vann reyndar Ungverja á þeirra heimavelli á EM fyrir tveimur árum, en aðspurður hvort einhvers konar Ungverjagrýla væri orðin til svaraði Snorri hlæjandi: „Þú bjóst hana til,“ og bætti svo við: „Ég er ekki að hugsa um þetta sem einhverja Grýlu. Bara sem úrslitaleik. Það er á margan hátt forréttindastaða að vera í, að geta spilað hreinan úrslitaleik um að vinna riðilinn. Ef það gerist þá erum við komnir með tvö stig með okkur í milliriðil. Við þurfum frekar að horfa á þetta þannig en sem eitthvað vesen.“ Klippa: Snorri búinn undir úrslitaleik við Ungverja Ísland hefur spilað tvo æsispennandi leiki til þessa og gert jafntefli við Serbíu en unnið Svartfjallaland með einu marki. Meira þarf til gegn Ungverjum að mati Snorra: Þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Spila betur. Mér finnst þetta [Ungverjaland] vera besta liðið í riðlinum og við þurfum betri frammistöðu en í fyrstu tveimur leikjunum. Við höfum auðvitað oft spilað við þá og ég held að það viti allir hvað er að koma. Markahæsti maðurinn þeirra [Bence Bánhidi] er línumaður og það er ekki bara að hann skori mörk. Allt spil þeirra snýst fáránlega mikið um hann. Það er á hreinu að ég þyngi ekki gaurana mína eða stækka þá, þannig að við þurfum bara að glíma við þetta. Ákveðnar stöður sem við þurfum við loka á en bjóða upp á aðrar. Mig langar að bjóða þeim upp á ákveðin skot utan af velli, og sjá hvort að Bjöggi og Viktor nái ekki að taka það. Ef það gengur eftir held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Snorri. Hann var í lokin spurður út í Hauk Þrastarson, sem ekkert hefur spilað á mótinu til þessa, en gaf lítið uppi: „Þið eruð ansi klókir þú og Einar Örn [Jónsson, hjá RÚV]. Hver veit nema að hann sé ekki í hóp [í dag]?“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30 Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01 „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Besta sætið: Það er ekki hægt að dekka þennan mann Ísland spilar við Ungverjaland á EM í kvöld og eins og svo oft áður snýst umræðan mikið um hvernig við eigum að stoppa línumann Ungverja, Bence Bánhidi. 16. janúar 2024 09:30
Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. 16. janúar 2024 08:01
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01