„Það er ekki hægt að dekka þennan mann,“ segir Bjarni Fritzson í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu.
Sá gæi er 208 sentimetrar og algjört tröll. Maskína sem er markahæst í ungverska liðinu og leikur Ungverja gengur mjög mikið út á að finna hann. Það er oft auðvelt.
„Það er alltaf verið að tala um að við séum í vandræðum með að dekka stóra og þunga leikmenn. Þá er það bara þannig og mér finnst það í lagi. Við eigum ekki að setja svona mikinn fókus á það hvað við erum í vandræðum með. Ef við stelum 2-3 boltum sem er reynt að koma á línuna þá græðum við,“ bætir Einar Jónsson við.
Þeir Einar og Bjarni kryfja málin til mergjar í þættinum sem má hlusta á hér að neðan og er einnig aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum.