Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2024 17:33 Maðurinn fannst látinn í félagslegri íbúð konunnar í Bátavogi. Verði hún fundinn sek um manndráp á hún yfir höfði sér langa dvöl bak við lás og slá. Vísir/Vilhelm Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. Í ákærunni segir að Dagbjört hafi laugardaginn 23. september svipt karlmanninn lífi með því að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Hún hafi slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Sextán milljóna króna bótagreiðsla Þessi er krafist að Dagbjört, sem er á 43. aldursári, greiði aðstandendum mannsins átta milljónir króna hvoru í miskabætur auk útfararkostnað og málskostnað. Fram hefur komið í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Dagbjörtu að hún hafi á vettvangi greint lögreglu frá því að hinn látni hefði verið slappur og orkulaus dagana á undan. Hann væri sídettandi og stæði vart í fæturnar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn hafi hún kveðist lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna auk þess sem hún hafi kveðið brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir og reynt að valda sjálfum sér áverkum. Hann hafi látið öllum illum látum inni á heimilinu og haft í hótunum við hana. Í síðari skýrslutökum hjá lögreglu hafi hún að miklu leyti neitað að tjá sig. Upptökur til af ofbeldinu Þá sagði í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að við rannsókn málsins hafi tvö vitni greint frá því að Dagbjört hafi verið að beita hinn látna ofbeldi að kvöldi 22. september. Rætt hafi verið við nágranna í húsinu sem heyrðu læti og öskur í karlmanni dagana 22. og 23. september. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið sé um tvær og hálf klukkustund að lengd og nái yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Við réttarkrufningu hafi komið í ljós fjölþættir áverkar á hinum látna og fram komi í bráðabirgðaskýrslu réttarkrufningar að áverkamyndin hafi verið nægilega veigamikil til að valda dauða. Lögreglumál Reykjavík Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Tengdar fréttir Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Í ákærunni segir að Dagbjört hafi laugardaginn 23. september svipt karlmanninn lífi með því að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Hún hafi slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Sextán milljóna króna bótagreiðsla Þessi er krafist að Dagbjört, sem er á 43. aldursári, greiði aðstandendum mannsins átta milljónir króna hvoru í miskabætur auk útfararkostnað og málskostnað. Fram hefur komið í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Dagbjörtu að hún hafi á vettvangi greint lögreglu frá því að hinn látni hefði verið slappur og orkulaus dagana á undan. Hann væri sídettandi og stæði vart í fæturnar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn hafi hún kveðist lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna auk þess sem hún hafi kveðið brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir og reynt að valda sjálfum sér áverkum. Hann hafi látið öllum illum látum inni á heimilinu og haft í hótunum við hana. Í síðari skýrslutökum hjá lögreglu hafi hún að miklu leyti neitað að tjá sig. Upptökur til af ofbeldinu Þá sagði í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að við rannsókn málsins hafi tvö vitni greint frá því að Dagbjört hafi verið að beita hinn látna ofbeldi að kvöldi 22. september. Rætt hafi verið við nágranna í húsinu sem heyrðu læti og öskur í karlmanni dagana 22. og 23. september. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið sé um tvær og hálf klukkustund að lengd og nái yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Við réttarkrufningu hafi komið í ljós fjölþættir áverkar á hinum látna og fram komi í bráðabirgðaskýrslu réttarkrufningar að áverkamyndin hafi verið nægilega veigamikil til að valda dauða.
Lögreglumál Reykjavík Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Tengdar fréttir Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16
Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44
Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16