Sola stendur þétt við bakið á skúrki Svartfellinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 12:30 Gamli landsliðsmarkvörður Króatíu, Vlado Sola, þjálfar lið Svartfjallalands. getty/Peter Kneffel Landsliðsþjálfari Svartfjallalands í handbolta, Vlado Sola, neitaði að kenna Luka Radovic um tapið fyrir Íslandi, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í gær. Svartfellingar eru úr leik eftir tvö naum töp í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira