„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson er enn ósigraður sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01