Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 08:24 Þorvaldur segir ýmislegt hafa lærst af eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. Þá hafi gildi varnargarðanna sýnt sig og sannað í þessu nýjasta gosi. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. „Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30