Þetta er annar leikur Íslands á EM í Þýskalandi og í annað sinn sem að Donni er utan hóps. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson kemur hins vegar inn í hópinn í stað Hauks.
Haukur spilaði ekkert í leiknum við Serbíu á föstudaginn, þó að hann væri í sextán manna hópnum sem Snorri valdi í þann leik.

Beina textalýsingu frá leiknum í dag, sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma, má sjá með því að smella hér. Innan skamms hefst svo bein útsending á Vísi úr Ólympíuhöllinni þar sem mikill fjöldi Íslendinga er á svæðinu.
Íslenski hópurinn í dag:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (261/21)
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (52/1)
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (88/96)
Aron Pálmarsson, FH (171/651)
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (108/379)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (5/0)
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (40/77)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (67/162)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (54/121)
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (75/119)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (77/363)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Chaffhausen (32/91)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (66/190)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (9/10)
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (47/124)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (79/35)