„Við erum með frábæra sóknarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 12:01 Elvar Örn Jónsson er íslenska liðinu afar mikilvægur enda öflugur á báðum endum vallarins. Hér er hann í loftinu í leiknum gegn Serbum. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn. „Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
„Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32