Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 14:40 Sigríður og eiginmaður hennar Baldur Ingvarsson. Vísir/Dúi Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana. Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana.
Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42