„Spilaði og spilaði og gat ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2024 11:49 Ómar Ingi átti erfiðan dag líkt og fleiri í útilínu íslenska liðsins í gær. Vísir/Vilhelm Erfitt var að sjá handbragð Snorra Steins Guðjónssonar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik liðsins á EM í gær. Margir leikmenn áttu erfiðan dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM, sem var jafnframt fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn Snorra Steins, sem hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur æfingaleikjum við Færeyjar og öðrum tveimur við Austurríki, fyrir gærdaginn. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætinu þar sem vöngum var velt yfir því hvaða áherslubreytingar hefðu orðið á leik Íslands með nýjum þjálfara. Einar Jónsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, segir eðlilega miklar kröfur gerðar til Snorra Steins en það sé erfitt að rýna í breytingar á leik liðsins, þar sem íslenska liðið var svo slakt í gær. „Ég hef þjálfað að móti Snorra og maður hefur fylgst með honum, hann er geggjaður þjálfari og okkar besti þjálfari í dag. Auðvitað gerir maður kröfur og hefur væntingar til hans. Maður vill sjá háan standard. Æfingaleikirnir sýndu manni ekki neitt. menn eru að tala um hátt tempo og eitthvað slíkt en ég sá engar breytingar, ekki neinar,“ segir Einar. Snorri Steinn hefur oft verið glaðari en í gær.Vísir/Vilhelm Forveri Snorra í starfi, Guðmundur Guðmundsson, sætti gagnrýni á síðasta stórmóti fyrir að nýta hópinn illa og spila fullmikið á sömu örfáu mönnunum. Vangaveltur voru um það hvort Snorri myndi nýta hópinn betur og dreifa álaginu. Slíkt mátti sjá í æfingaleikjunum undir hans stjórn en var ekki að sjá þegar komið var á stóra sviðið í gær. „Annað sem var nefnt var að Snorri myndi rúlla betur á liðinu. Guðmundur Guðmundsson rúllaði á liðinu eins og enginn væri morgundagurinn í æfingaleikjum fyrir mót ,en svo var það ekki mikið um það þegar komið var inn í mótið,“ „Ég get sagt ykkur það að eftir 30 mínútur í dag, hugsaði ég með mér að þetta er sama sagan aftur. Það var bara ekkert búið að rúlla á neinu,“ segir Einar. Ísland hafi hins vegar neyðst til breytinga vegna rauðs spjalds Elliða Snæs Viðarssonar snemma leiks. „Elliði fékk rautt svo þá þurftu Arnar [Freyr Arnarsson] og Ýmir [Örn Gíslason] að koma inn á. En það var ekki neitt. Ómar spilaði og spilaði og gat ekkert,“ segir Einar. Leikur gærkvöldsins var krufinn til mergjar af Einari ásamt Bjarna Fritzsyni og Rúnari Sigtryggssyni í hlaðvarpinu Besta sætið. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann er einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira