Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 07:51 Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði ógnað öðrum með hnífi. Vísir/Vilhelm Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira