Rúnar var látinn fara frá KR eftir síðasta tímabil en stuttu eftir tímabilið var það staðfest að hann myndi taka við Fram.
Það var fyrrum KR-ingurinn Kennie Chopart sem kom Fram yfir á 5. mínútu leiksins en síðan var það það Luke Morgan Rae sem jafnaði leikinn á 34. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.
KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og voru komnir í 3-1 þegar 58. mínútur voru liðnar. Fyrst var það Aron Kristófer Lárusson sem skoraði á 48. mínútu og síðan tíu mínútum síðar skoraði Luke Morgan Rae sitt annað mark.
Magnús Þórðarson minnkaði muninn á 61. mínútu áður en Kristján Flóki Finnbogason skoraði síðasta mark leiksins á 75. mínútu. Lokatölur 4-2 í fyrsta leik Rúnars Kristinssonar gegn sínu gamla liði.