Tryllt Teslu ljósasýning í skítaveðri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2024 22:00 Þóra Marta og Gunnar Már létu rok og kulda ekki koma í veg fyrir þátttöku íslenskra Teslueigenda í heimsviðburði. Íslenskir Teslueigendur létu sitt ekki eftir liggja þegar ljósasýning með dynjandi jólatónlist undir fór fram í 35 löndum heimsins. Fólkið lét ömurlegt veður ekki koma í veg fyrir stuð og stemmningu. Gunnar Már Guðnason og Þóra Marta Kristjánsdóttir eru meðal þúsunda Íslendinga sem eiga Teslu. Bílarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi líkt og um heim allan. Alls konar umræðuhópar Teslueigenda eru starfræktir og upp úr einum þeirra kom fyrirspurn til Þóru Mörtu. Hvort ekki væri félag Teslueigenda á Íslandi og hvort það ætlaði ekki að taka þátt í heimsviðburði. Um er að ræða verkefni á vegum Teslalightshow.io sem skipulagði jólaljósasýningu um allan heim þann 16. desember. Þóra Marta fékk fyrirspurnina úr hópnum Tesla Divas Europe og þau Gunnar Már gripu til sinna ráða. Nýttu sér bílastæði kylfinga „Við ákváðum bara að athuga hvort við gætum ekki sett þetta saman. Við höfðum þrjá daga til þess og náðum einhverjum tuttugu bílum í skítaveðri,“ segir Gunnar Már og hlær. Þau völdu bílastæði við Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði sem vettvanginn. „Ég gerði ráð fyrir að fáir yrðu í golfi á þessum tíma. Svo búum við í næstu götu og gátum skannað svæðið.“ Fleiri lögðu hönd á plóg. Ásgeir Helgi Þrastarson flugmaður tók herlegheitin upp á lofti. Sökum mikils vinds heyrðist hljóðið ekki vel í myndbandinu. Grétar Orri Kristinsson fann lausn á því og skellti hljóðinu undir. Afraksturinn má sjá í spilaranum að neðan. Rétt er að taka fram að Teslaeigendurnir heyrðu þó vel í tónlistinni á staðnum. Bílarnir voru tímastilltir þannig að þeir spiluðu lagið á sama tíma. Til stóð að koma myndbandinu í lokamyndbandið sem Teslalightshow.io birti en það tókst þó ekki. Þar var þó minnst á Ísland sem eina af þátttökuþjóðunum 35. Viðburðurinn fór fram klukkan 18 laugardaginn 16. desember að staðartíma í löndunum 35. Gunnar Már er mjög ánægður að tuttugu eigendur hafi svarað kallinu. „Ég var eiginlega búinn að sætta mig við að það yrðu bara þrír bílar,“ segir Gunnar Már. Í einu myndbandinu sem sent var inn var aðeins einn bíll úti í vegarkanti. Heimsmetið var þó sett í Finnlandi þar sem 687 bílar komu saman. „Ég get bara ímyndað mér það að reyna að koma 700 bílum fyrir á einhverju bílastæði!“ Misgáfulegar umræður í hópum Myndbandið hefur verið til sýnis í Facebook-hópnum Teslu eigendur og áhugafólk. Gunnar Már segir þann hóp opinn öllum en svo sé annar Facebook-hópur þar sem allir verða að vera eigendur Teslu. Þar skapist yfirleitt betri og yfirvegaðri umræður en í opna hópnum þar sem ber á skítkasti. Hafþór Hilmarsson O'Connor tók þetta myndband af sýningunni á jörðu niðri. Í ummælum við myndbandið í fyrrnefnda Facebook-hópnum segir einn að Teslueigendur séu eins og einhver sértrúarsöfnuður. Gunnar Már segist hættur að kippa sér upp við slíkar athugasemdir. „Það er alltaf einn og einn sem fer í þessa átt. Kannski ekki skítkast en ummæli sem þurfa ekkert að koma þegar við erum að ræða þennan viðburð,“ segir Gunnar Már. Elon Musk, eigandi X og stofnandi Teslu, er á milli tannanna á fólki. Gunnar Már segir Tusk einfaldlega fígúru.EPA/TOLGA AKMEN Margir séu á móti rafbílum, aðrir á móti Teslum eða þá fígúrunni Elon Musk, eins og Gunnar Már kallar stofnanda Teslu. „Teslan er ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk.“ Á Gunnari Má er að heyra að hann velti fyrir sér að búa til sína eigin ljósasýningu. Tesla bjóði nú upp á það að fólk velji lag og fylgi svo uppskrift til að gera ljósasýningu. Tesla hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi undanfarin tvö ár. Bílar Hafnarfjörður Tesla Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Gunnar Már Guðnason og Þóra Marta Kristjánsdóttir eru meðal þúsunda Íslendinga sem eiga Teslu. Bílarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi líkt og um heim allan. Alls konar umræðuhópar Teslueigenda eru starfræktir og upp úr einum þeirra kom fyrirspurn til Þóru Mörtu. Hvort ekki væri félag Teslueigenda á Íslandi og hvort það ætlaði ekki að taka þátt í heimsviðburði. Um er að ræða verkefni á vegum Teslalightshow.io sem skipulagði jólaljósasýningu um allan heim þann 16. desember. Þóra Marta fékk fyrirspurnina úr hópnum Tesla Divas Europe og þau Gunnar Már gripu til sinna ráða. Nýttu sér bílastæði kylfinga „Við ákváðum bara að athuga hvort við gætum ekki sett þetta saman. Við höfðum þrjá daga til þess og náðum einhverjum tuttugu bílum í skítaveðri,“ segir Gunnar Már og hlær. Þau völdu bílastæði við Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði sem vettvanginn. „Ég gerði ráð fyrir að fáir yrðu í golfi á þessum tíma. Svo búum við í næstu götu og gátum skannað svæðið.“ Fleiri lögðu hönd á plóg. Ásgeir Helgi Þrastarson flugmaður tók herlegheitin upp á lofti. Sökum mikils vinds heyrðist hljóðið ekki vel í myndbandinu. Grétar Orri Kristinsson fann lausn á því og skellti hljóðinu undir. Afraksturinn má sjá í spilaranum að neðan. Rétt er að taka fram að Teslaeigendurnir heyrðu þó vel í tónlistinni á staðnum. Bílarnir voru tímastilltir þannig að þeir spiluðu lagið á sama tíma. Til stóð að koma myndbandinu í lokamyndbandið sem Teslalightshow.io birti en það tókst þó ekki. Þar var þó minnst á Ísland sem eina af þátttökuþjóðunum 35. Viðburðurinn fór fram klukkan 18 laugardaginn 16. desember að staðartíma í löndunum 35. Gunnar Már er mjög ánægður að tuttugu eigendur hafi svarað kallinu. „Ég var eiginlega búinn að sætta mig við að það yrðu bara þrír bílar,“ segir Gunnar Már. Í einu myndbandinu sem sent var inn var aðeins einn bíll úti í vegarkanti. Heimsmetið var þó sett í Finnlandi þar sem 687 bílar komu saman. „Ég get bara ímyndað mér það að reyna að koma 700 bílum fyrir á einhverju bílastæði!“ Misgáfulegar umræður í hópum Myndbandið hefur verið til sýnis í Facebook-hópnum Teslu eigendur og áhugafólk. Gunnar Már segir þann hóp opinn öllum en svo sé annar Facebook-hópur þar sem allir verða að vera eigendur Teslu. Þar skapist yfirleitt betri og yfirvegaðri umræður en í opna hópnum þar sem ber á skítkasti. Hafþór Hilmarsson O'Connor tók þetta myndband af sýningunni á jörðu niðri. Í ummælum við myndbandið í fyrrnefnda Facebook-hópnum segir einn að Teslueigendur séu eins og einhver sértrúarsöfnuður. Gunnar Már segist hættur að kippa sér upp við slíkar athugasemdir. „Það er alltaf einn og einn sem fer í þessa átt. Kannski ekki skítkast en ummæli sem þurfa ekkert að koma þegar við erum að ræða þennan viðburð,“ segir Gunnar Már. Elon Musk, eigandi X og stofnandi Teslu, er á milli tannanna á fólki. Gunnar Már segir Tusk einfaldlega fígúru.EPA/TOLGA AKMEN Margir séu á móti rafbílum, aðrir á móti Teslum eða þá fígúrunni Elon Musk, eins og Gunnar Már kallar stofnanda Teslu. „Teslan er ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk.“ Á Gunnari Má er að heyra að hann velti fyrir sér að búa til sína eigin ljósasýningu. Tesla bjóði nú upp á það að fólk velji lag og fylgi svo uppskrift til að gera ljósasýningu. Tesla hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi undanfarin tvö ár.
Bílar Hafnarfjörður Tesla Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp