Tryllt Teslu ljósasýning í skítaveðri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2024 22:00 Þóra Marta og Gunnar Már létu rok og kulda ekki koma í veg fyrir þátttöku íslenskra Teslueigenda í heimsviðburði. Íslenskir Teslueigendur létu sitt ekki eftir liggja þegar ljósasýning með dynjandi jólatónlist undir fór fram í 35 löndum heimsins. Fólkið lét ömurlegt veður ekki koma í veg fyrir stuð og stemmningu. Gunnar Már Guðnason og Þóra Marta Kristjánsdóttir eru meðal þúsunda Íslendinga sem eiga Teslu. Bílarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi líkt og um heim allan. Alls konar umræðuhópar Teslueigenda eru starfræktir og upp úr einum þeirra kom fyrirspurn til Þóru Mörtu. Hvort ekki væri félag Teslueigenda á Íslandi og hvort það ætlaði ekki að taka þátt í heimsviðburði. Um er að ræða verkefni á vegum Teslalightshow.io sem skipulagði jólaljósasýningu um allan heim þann 16. desember. Þóra Marta fékk fyrirspurnina úr hópnum Tesla Divas Europe og þau Gunnar Már gripu til sinna ráða. Nýttu sér bílastæði kylfinga „Við ákváðum bara að athuga hvort við gætum ekki sett þetta saman. Við höfðum þrjá daga til þess og náðum einhverjum tuttugu bílum í skítaveðri,“ segir Gunnar Már og hlær. Þau völdu bílastæði við Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði sem vettvanginn. „Ég gerði ráð fyrir að fáir yrðu í golfi á þessum tíma. Svo búum við í næstu götu og gátum skannað svæðið.“ Fleiri lögðu hönd á plóg. Ásgeir Helgi Þrastarson flugmaður tók herlegheitin upp á lofti. Sökum mikils vinds heyrðist hljóðið ekki vel í myndbandinu. Grétar Orri Kristinsson fann lausn á því og skellti hljóðinu undir. Afraksturinn má sjá í spilaranum að neðan. Rétt er að taka fram að Teslaeigendurnir heyrðu þó vel í tónlistinni á staðnum. Bílarnir voru tímastilltir þannig að þeir spiluðu lagið á sama tíma. Til stóð að koma myndbandinu í lokamyndbandið sem Teslalightshow.io birti en það tókst þó ekki. Þar var þó minnst á Ísland sem eina af þátttökuþjóðunum 35. Viðburðurinn fór fram klukkan 18 laugardaginn 16. desember að staðartíma í löndunum 35. Gunnar Már er mjög ánægður að tuttugu eigendur hafi svarað kallinu. „Ég var eiginlega búinn að sætta mig við að það yrðu bara þrír bílar,“ segir Gunnar Már. Í einu myndbandinu sem sent var inn var aðeins einn bíll úti í vegarkanti. Heimsmetið var þó sett í Finnlandi þar sem 687 bílar komu saman. „Ég get bara ímyndað mér það að reyna að koma 700 bílum fyrir á einhverju bílastæði!“ Misgáfulegar umræður í hópum Myndbandið hefur verið til sýnis í Facebook-hópnum Teslu eigendur og áhugafólk. Gunnar Már segir þann hóp opinn öllum en svo sé annar Facebook-hópur þar sem allir verða að vera eigendur Teslu. Þar skapist yfirleitt betri og yfirvegaðri umræður en í opna hópnum þar sem ber á skítkasti. Hafþór Hilmarsson O'Connor tók þetta myndband af sýningunni á jörðu niðri. Í ummælum við myndbandið í fyrrnefnda Facebook-hópnum segir einn að Teslueigendur séu eins og einhver sértrúarsöfnuður. Gunnar Már segist hættur að kippa sér upp við slíkar athugasemdir. „Það er alltaf einn og einn sem fer í þessa átt. Kannski ekki skítkast en ummæli sem þurfa ekkert að koma þegar við erum að ræða þennan viðburð,“ segir Gunnar Már. Elon Musk, eigandi X og stofnandi Teslu, er á milli tannanna á fólki. Gunnar Már segir Tusk einfaldlega fígúru.EPA/TOLGA AKMEN Margir séu á móti rafbílum, aðrir á móti Teslum eða þá fígúrunni Elon Musk, eins og Gunnar Már kallar stofnanda Teslu. „Teslan er ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk.“ Á Gunnari Má er að heyra að hann velti fyrir sér að búa til sína eigin ljósasýningu. Tesla bjóði nú upp á það að fólk velji lag og fylgi svo uppskrift til að gera ljósasýningu. Tesla hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi undanfarin tvö ár. Bílar Hafnarfjörður Tesla Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Gunnar Már Guðnason og Þóra Marta Kristjánsdóttir eru meðal þúsunda Íslendinga sem eiga Teslu. Bílarnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi líkt og um heim allan. Alls konar umræðuhópar Teslueigenda eru starfræktir og upp úr einum þeirra kom fyrirspurn til Þóru Mörtu. Hvort ekki væri félag Teslueigenda á Íslandi og hvort það ætlaði ekki að taka þátt í heimsviðburði. Um er að ræða verkefni á vegum Teslalightshow.io sem skipulagði jólaljósasýningu um allan heim þann 16. desember. Þóra Marta fékk fyrirspurnina úr hópnum Tesla Divas Europe og þau Gunnar Már gripu til sinna ráða. Nýttu sér bílastæði kylfinga „Við ákváðum bara að athuga hvort við gætum ekki sett þetta saman. Við höfðum þrjá daga til þess og náðum einhverjum tuttugu bílum í skítaveðri,“ segir Gunnar Már og hlær. Þau völdu bílastæði við Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði sem vettvanginn. „Ég gerði ráð fyrir að fáir yrðu í golfi á þessum tíma. Svo búum við í næstu götu og gátum skannað svæðið.“ Fleiri lögðu hönd á plóg. Ásgeir Helgi Þrastarson flugmaður tók herlegheitin upp á lofti. Sökum mikils vinds heyrðist hljóðið ekki vel í myndbandinu. Grétar Orri Kristinsson fann lausn á því og skellti hljóðinu undir. Afraksturinn má sjá í spilaranum að neðan. Rétt er að taka fram að Teslaeigendurnir heyrðu þó vel í tónlistinni á staðnum. Bílarnir voru tímastilltir þannig að þeir spiluðu lagið á sama tíma. Til stóð að koma myndbandinu í lokamyndbandið sem Teslalightshow.io birti en það tókst þó ekki. Þar var þó minnst á Ísland sem eina af þátttökuþjóðunum 35. Viðburðurinn fór fram klukkan 18 laugardaginn 16. desember að staðartíma í löndunum 35. Gunnar Már er mjög ánægður að tuttugu eigendur hafi svarað kallinu. „Ég var eiginlega búinn að sætta mig við að það yrðu bara þrír bílar,“ segir Gunnar Már. Í einu myndbandinu sem sent var inn var aðeins einn bíll úti í vegarkanti. Heimsmetið var þó sett í Finnlandi þar sem 687 bílar komu saman. „Ég get bara ímyndað mér það að reyna að koma 700 bílum fyrir á einhverju bílastæði!“ Misgáfulegar umræður í hópum Myndbandið hefur verið til sýnis í Facebook-hópnum Teslu eigendur og áhugafólk. Gunnar Már segir þann hóp opinn öllum en svo sé annar Facebook-hópur þar sem allir verða að vera eigendur Teslu. Þar skapist yfirleitt betri og yfirvegaðri umræður en í opna hópnum þar sem ber á skítkasti. Hafþór Hilmarsson O'Connor tók þetta myndband af sýningunni á jörðu niðri. Í ummælum við myndbandið í fyrrnefnda Facebook-hópnum segir einn að Teslueigendur séu eins og einhver sértrúarsöfnuður. Gunnar Már segist hættur að kippa sér upp við slíkar athugasemdir. „Það er alltaf einn og einn sem fer í þessa átt. Kannski ekki skítkast en ummæli sem þurfa ekkert að koma þegar við erum að ræða þennan viðburð,“ segir Gunnar Már. Elon Musk, eigandi X og stofnandi Teslu, er á milli tannanna á fólki. Gunnar Már segir Tusk einfaldlega fígúru.EPA/TOLGA AKMEN Margir séu á móti rafbílum, aðrir á móti Teslum eða þá fígúrunni Elon Musk, eins og Gunnar Már kallar stofnanda Teslu. „Teslan er ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk.“ Á Gunnari Má er að heyra að hann velti fyrir sér að búa til sína eigin ljósasýningu. Tesla bjóði nú upp á það að fólk velji lag og fylgi svo uppskrift til að gera ljósasýningu. Tesla hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi undanfarin tvö ár.
Bílar Hafnarfjörður Tesla Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira