Verður formaður stjórnar Þjóðarhallar Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2024 13:12 Jón Arnar Stefánsson var um árabil besti körfuboltamaður landsins. Vísir/Bára Dröfn Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Stjórn Þjóðarhallar ehf. skipa fimm einstaklingar. Ríki og borg tilnefna tvo fulltrúa hvort sem sitja í stjórn ásamt formanni. Þau eru: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Þórey Edda Elísdóttir Ómar Einarsson Ólöf Örvarsdóttir Varamenn eru Högni Haraldsson og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir. Jón Arnór var um árabil besti körfuboltamaður landsins og spilaði meðal annars með KR og Val hérlendis og Dallas Mavericks, Sundsvall, Valencia og Granada. Hann hefur að undanförnu starfað sem viðskiptastjóri í eignastýringu hjá Fossum. Greint var frá undirritun samnings ríkis og borgar um stofnun félagsins í gær. Það er 55 prósent í eigu ríkisins og 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar, en kostnaðarskiptingin byggist á úttekt á þörfum hvors aðila fyrir sig á notkun þjóðarhallarinnar. Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að hefja forval fyrir samkeppnisútboð um hönnun og byggingu mannvirkisins. Greint var frá því að í samningnum sé byggt á tillögum starfshóps um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum. „Höllin mun rísa sunnan við Laugardalshöll upp að Suðurlandsbraut og verður 19.000m2 að stærð. Samkvæmt frumathugun framkvæmdanefndar er miðað við að byggingin muni taka 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 á tónleika. Til samanburðar rúmar Laugardalshöll 5.500 gesti hið mesta.“ Vistaskipti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni. 11. janúar 2024 12:01 Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. 10. janúar 2024 16:28 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Stjórn Þjóðarhallar ehf. skipa fimm einstaklingar. Ríki og borg tilnefna tvo fulltrúa hvort sem sitja í stjórn ásamt formanni. Þau eru: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Þórey Edda Elísdóttir Ómar Einarsson Ólöf Örvarsdóttir Varamenn eru Högni Haraldsson og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir. Jón Arnór var um árabil besti körfuboltamaður landsins og spilaði meðal annars með KR og Val hérlendis og Dallas Mavericks, Sundsvall, Valencia og Granada. Hann hefur að undanförnu starfað sem viðskiptastjóri í eignastýringu hjá Fossum. Greint var frá undirritun samnings ríkis og borgar um stofnun félagsins í gær. Það er 55 prósent í eigu ríkisins og 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar, en kostnaðarskiptingin byggist á úttekt á þörfum hvors aðila fyrir sig á notkun þjóðarhallarinnar. Fyrsta verkefni stjórnarinnar er að hefja forval fyrir samkeppnisútboð um hönnun og byggingu mannvirkisins. Greint var frá því að í samningnum sé byggt á tillögum starfshóps um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum. „Höllin mun rísa sunnan við Laugardalshöll upp að Suðurlandsbraut og verður 19.000m2 að stærð. Samkvæmt frumathugun framkvæmdanefndar er miðað við að byggingin muni taka 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 á tónleika. Til samanburðar rúmar Laugardalshöll 5.500 gesti hið mesta.“
Vistaskipti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni. 11. janúar 2024 12:01 Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. 10. janúar 2024 16:28 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni. 11. janúar 2024 12:01
Þjóðarhöll enn og aftur hjálpað á koppinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þau risastóru tímamót hafi orðið fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. 10. janúar 2024 16:28