Albert lék í markalausu jafntefli Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 15:59 Albert sýnir vonbrigði sín í leiknum í dag. Vísir/Getty Albert Guðmundsson lék allan leikinn í liði Genoa sem gerði markalaust jafntefli gegn Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Albert Guðmundsson hafði verið sjóðandi heitur í síðustu leikjum Genoa og komið að fimm mörkum liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að varnarmaðurinn öflugi Radu Dragusin var seldur til Tottenham. Lítið var um opin færi í fyrri hálfleiknum sem var fremur bragðdaufur. Albert byrjaði í fremstu víglínu og fékk úr litlu að moða en átti ágætt skot úr þröngu færi í upphafi leiks sem endaði þó ekki í netinu. Staðan í hálfleik var 0-0 og þróaðist síðari hálfleikur á svipaðan hátt. Albert fékk ágætt skotfæri seint í leiknum en Milenkovic-Savic í marki Torino varði vel. Bæði lið reyndu hvað þau gátu til að skora en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Genoa er því áfram í 12. sæti deildarinnar með 22 stig en Torino er tveimur sætum ofar með 28 stig. Annar leikur fór fram í Serie A á sama tíma. Ítalíumeistarar Napoli vann þá dramatískan 2-1 sigur gegn botnliði Salernitana. Gestirnir í Salernitana komust í 1-0 með marki frá Antonio Candreva en Matteo Politano jafnaði úr víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Allt leit út fyrir að Napoli myndi tapa dýrmætum stigum en í uppbótartíma skoraði Amir Rrahmani sigurmark Napoli og tryggði liðinu þrjú dýrmæt stig. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson lék allan leikinn í liði Genoa sem gerði markalaust jafntefli gegn Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Albert Guðmundsson hafði verið sjóðandi heitur í síðustu leikjum Genoa og komið að fimm mörkum liðsins í síðustu fjórum leikjum. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að varnarmaðurinn öflugi Radu Dragusin var seldur til Tottenham. Lítið var um opin færi í fyrri hálfleiknum sem var fremur bragðdaufur. Albert byrjaði í fremstu víglínu og fékk úr litlu að moða en átti ágætt skot úr þröngu færi í upphafi leiks sem endaði þó ekki í netinu. Staðan í hálfleik var 0-0 og þróaðist síðari hálfleikur á svipaðan hátt. Albert fékk ágætt skotfæri seint í leiknum en Milenkovic-Savic í marki Torino varði vel. Bæði lið reyndu hvað þau gátu til að skora en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Genoa er því áfram í 12. sæti deildarinnar með 22 stig en Torino er tveimur sætum ofar með 28 stig. Annar leikur fór fram í Serie A á sama tíma. Ítalíumeistarar Napoli vann þá dramatískan 2-1 sigur gegn botnliði Salernitana. Gestirnir í Salernitana komust í 1-0 með marki frá Antonio Candreva en Matteo Politano jafnaði úr víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Allt leit út fyrir að Napoli myndi tapa dýrmætum stigum en í uppbótartíma skoraði Amir Rrahmani sigurmark Napoli og tryggði liðinu þrjú dýrmæt stig.