Um upplifun í útibúi og farsæla lausn Helgi Teitur Helgason skrifar 12. janúar 2024 11:32 Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust. Ástæðan er sú að þegar fólk vill nota reiðufé í viðskiptum sínum við bankann, t.d. til að greiða reikninga, þarf það að vera með reikning hjá bankanum. Þetta er einn af mörgum liðum í vörnum bankans gegn peningaþvætti. Okkur ber skylda samkvæmt lögum til að búa yfir upplýsingum um uppruna þeirra fjármuna sem bankinn tekur við. Okkur ber líka skylda til að hafa eftirlit með viðskiptunum og eina leiðin til þess er að reiðufé sé lagt inn á reikning áður en það er notað í frekari viðskiptum. Til að stofna reikning hjá bankanum þarf að fylla út áreiðanleikakönnun og er hægt að gera það í Landsbankaappinu eða með því að koma í útibú. Yfirleitt tekur bara um eina mínútu að fylla út þessa könnun, stofna reikning og þar með koma í viðskipti við bankann. Þótt Magni hafi tekið peningana út úr hraðbanka hjá okkur, líkt og hann segir frá í greininni, þá komu peningarnir ekki af reikningi hjá okkur. Sú skýring dugar heldur ekki til að uppfylla ákvæði laganna. Eins og fram kemur í greininni bauðst Magni þá til að greiða reikninginn með kreditkorti sem var gefið út af öðrum en Landsbankanum. Það er hvorki hægt að gera í hraðbanka né hjá gjaldkera og er ástæðan sú að tiltekin þjónusta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini Landsbankans, og er það einn af kostum þess að vera í viðskiptum við bankann. Þetta á við í mjög fáum tilvikum - og við minnum aftur á að það tekur bara eina mínútu að gerast viðskiptavinur. Við erum ánægð með að Magni og gjaldkerinn okkar fundu lausn á málinu, þ.e. með því að hann fyllti út áreiðanleikakönnun, opnaði reikning hjá okkur og gat þar með greitt reikninginn með reiðufé. Við bjóðum Magna og alla aðra hjartanlega velkomna í Landsbankann – hvort sem þeir koma í eitt af 35 útibúum og afgreiðslum bankans eða vilja leysa málin í Landsbankaappinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun