Átta slasaðir eftir alvarlegt slys við Skaftafellsá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2024 10:43 Slyssið varð á þjóðvegi 1 við Skaftafellsá nærri Svínafellsjökli um tíuleytið í morgun. Grafík/Sara Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitina Kára í Öræfum hafa verið kallaða út en langt er í aðrar bjargar á þessu svæði. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að tilkynning hafi borist gæslunni um tíuleytið. Önnur þyrla gæslunnar hafi verið að búa sig undir æfingu og því verið fljót í loftið um klukkan 10:14. Hin þyrlan hafi svo lagt af stað um hálftíma síðar. Reiknað er með því að fyrri þyrlan verði komin á vettvang slyssins um klukkan 11:15. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um aðdraganda slyssins. Hringveginum hefur verið lokað í óákveðinn tíma við slysstað. Engar hjáleiðir eru á svæðinu. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að hálka sé víða á vegum. Þá hefur sést til hreindýra við veg í nágrenni við Jökulsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook segir að fyrsta tilkynning vegna slyssins hafi borist klukkan 09:50. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Samgönguslys Skaftárhreppur Landhelgisgæslan Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitina Kára í Öræfum hafa verið kallaða út en langt er í aðrar bjargar á þessu svæði. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að tilkynning hafi borist gæslunni um tíuleytið. Önnur þyrla gæslunnar hafi verið að búa sig undir æfingu og því verið fljót í loftið um klukkan 10:14. Hin þyrlan hafi svo lagt af stað um hálftíma síðar. Reiknað er með því að fyrri þyrlan verði komin á vettvang slyssins um klukkan 11:15. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um aðdraganda slyssins. Hringveginum hefur verið lokað í óákveðinn tíma við slysstað. Engar hjáleiðir eru á svæðinu. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að hálka sé víða á vegum. Þá hefur sést til hreindýra við veg í nágrenni við Jökulsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook segir að fyrsta tilkynning vegna slyssins hafi borist klukkan 09:50. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Samgönguslys Skaftárhreppur Landhelgisgæslan Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira