Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 23:00 Sigmundur Davíð segir breytinguna fela í sér að gera líf Íslendingar flóknara. Vísir/Vilhelm Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við. Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við.
Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum