„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Aron Pálmarsson teygir á lærinu á æfingu landsliðsins í gær, fyrir stórleikinn við Serba á EM í dag. VÍSIR/VILHELM „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Aron segir ljóst að gegn Serbum í dag verði Ísland að spila betur en í sigrunum tveimur gegn Austurríki, í vináttulandsleikjum fyrir mótið. Að frammistaðan þar myndi ekki duga gegn sterku liði Serbíu, sem líkt og Ísland ætlar langt í mótinu í von um að komast á Ólympíuleika: „Nei, það held ég ekki. Æfingaleikur er alltaf töluvert öðruvísi en leikur á stórmóti, og við megum búast við töluvert betri og skarpari frammistöðu hjá okkur á móti Serbum,“ sagði Aron á fyrstu æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í gær, og bætti við: „Það sem við þurfum að varast er að þeir eru með helvíti öflugan miðjumann [Lazar Kukic], sem má ekki alveg gera það sem honum sýnist. Við þurfum að loka vel á hann og svo línumennina hjá þeim. Ef við höfum góða stjórn á því, og náum upp hraðanum, held ég að við ættum að geta siglt þessu heim.“ Klippa: Aron fyrirliði klár í úrslitaleik við Serba Aðspurður hvort ekki væri minni ábyrgð á hans herðum á þessu móti en oft áður, og hvernig honum þætti það, sagði Aron svo ekki vera. „Ég er nú ekki sammála því. Mér finnst þokkaleg ábyrgð á mínum herðum sem fyrirliði og einn af reynslumestu mönnum liðsins. Ég held bara áfram mínu striki samkvæmt því hvernig ég lít á sjálfan mig og tel best að hjálpi liðinu,“ sagði Aron, staðráðinn í að leggja þung lóð á vogarskálarnar gegn Serbíu í dag: „Þetta er náttúrulega úrslitaleikur. Það skiptir miklu máli upp á framhaldið hvað við gerum í þessum leik, og það er ekkert annað sem kemur til greina en sigur.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira