„Held að ég sé góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson sýndi skemmtileg svipbrigði í fótboltaupphitun landsliðsins á æfingu í gær. Hann segir mikilvægt að hafa léttan anda í aðdraganda móts sem vonandi verði langt og strangt. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að undirbúa leikmenn sína eins og best hann getur fyrir leikinn við Serbíu í dag, sinn fyrsta leik sem þjálfari á stórmóti í handbolta. Hann forðast þó að drekkja mönnum í upplýsingum. „Mér finnst þetta bara mjög náttúrulegt og mér líður bara vel með þetta. Finnst þetta alls ekki yfirþyrmandi og held að ég sé bara góður í þessu. Það kemur þá bara í ljós [í dag], eins og gengur og gerist. Fókusinn og löngunin í að standa sig vel er sterkara heldur en hitt,“ sagði Snorri á æfingu landsliðsins í gær. Á þeirri æfingu, rúmum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga við Serba, var sá létti andi sem Snorri vill að sé til staðar þegar það á við, þó að hann væri ekki endilega hrifinn af lagavali leikmanna sinna. Andinn sé góður: „Já, og ég skynjaði það svo sem bara líka þegar ég kom inn. Auðvitað á þetta bara að vera þannig. Ég þekki þetta bara svona, það á að vera gaman. Vonandi verður þetta langt og strangt mót hjá okkur, og það verða alveg þyngsli. Það er alveg brekka að vera saman í tæpan mánuð, svo það er eins gott að það sé létt yfir þessu svona rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri einbeittur fyrir fyrsta leik á EM Getur ekki drekkt mönnum í upplýsingum Leikurinn við Serba er algjör lykilleikur upp á framhaldið hjá Íslandi og Snorri hefur haldið nóg af vídjófundum til að undirbúa sína menn: „Já, já. Við byrjuðum snemma að leggja inn, strax heima á Íslandi þegar undirbúningurinn byrjaði. Við reyndum svolítið að miða allt við þennan leik við Serba, án þess að fara neitt fram úr okkur í því. Það er eitt og annað sem þarf að skoða hjá þeim. Þeir eru fjölbreyttir og margt sem þarf að varast. En þú getur ekki alveg drekkt mönnum í upplýsingum. Þeir þurfa að vera fókuseraðir, láta þetta allt sinka inn og undirbúa sig vel. Svo snýst þetta allt um að gera hlutina á leikdegi,“ sagði Snorri en hvað vill hann sjá frá sínu liði í dag? Vill að það sé mikið af mörkum „Ég vona að við náum upp okkar leik. Ég vil að það sé hraði og dínamík, og að við séum beinskeyttir. Að það sé þungur sóknarbolti í gangi án þess að það eigi að bitna á varnarleiknum. Ég hef aldrei farið í felur með það að ég vil skora mikið af mörkum, að það séu mörk í mínum leikjum. Það er lykilatriði að við náum upp okkar leik en við þurfum að vera á varðbergi með að einhvern tímann kemur það til með að hiksta eða klikka, og þá þurfum við að geta brugðist við því.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Mér finnst þetta bara mjög náttúrulegt og mér líður bara vel með þetta. Finnst þetta alls ekki yfirþyrmandi og held að ég sé bara góður í þessu. Það kemur þá bara í ljós [í dag], eins og gengur og gerist. Fókusinn og löngunin í að standa sig vel er sterkara heldur en hitt,“ sagði Snorri á æfingu landsliðsins í gær. Á þeirri æfingu, rúmum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga við Serba, var sá létti andi sem Snorri vill að sé til staðar þegar það á við, þó að hann væri ekki endilega hrifinn af lagavali leikmanna sinna. Andinn sé góður: „Já, og ég skynjaði það svo sem bara líka þegar ég kom inn. Auðvitað á þetta bara að vera þannig. Ég þekki þetta bara svona, það á að vera gaman. Vonandi verður þetta langt og strangt mót hjá okkur, og það verða alveg þyngsli. Það er alveg brekka að vera saman í tæpan mánuð, svo það er eins gott að það sé létt yfir þessu svona rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri einbeittur fyrir fyrsta leik á EM Getur ekki drekkt mönnum í upplýsingum Leikurinn við Serba er algjör lykilleikur upp á framhaldið hjá Íslandi og Snorri hefur haldið nóg af vídjófundum til að undirbúa sína menn: „Já, já. Við byrjuðum snemma að leggja inn, strax heima á Íslandi þegar undirbúningurinn byrjaði. Við reyndum svolítið að miða allt við þennan leik við Serba, án þess að fara neitt fram úr okkur í því. Það er eitt og annað sem þarf að skoða hjá þeim. Þeir eru fjölbreyttir og margt sem þarf að varast. En þú getur ekki alveg drekkt mönnum í upplýsingum. Þeir þurfa að vera fókuseraðir, láta þetta allt sinka inn og undirbúa sig vel. Svo snýst þetta allt um að gera hlutina á leikdegi,“ sagði Snorri en hvað vill hann sjá frá sínu liði í dag? Vill að það sé mikið af mörkum „Ég vona að við náum upp okkar leik. Ég vil að það sé hraði og dínamík, og að við séum beinskeyttir. Að það sé þungur sóknarbolti í gangi án þess að það eigi að bitna á varnarleiknum. Ég hef aldrei farið í felur með það að ég vil skora mikið af mörkum, að það séu mörk í mínum leikjum. Það er lykilatriði að við náum upp okkar leik en við þurfum að vera á varðbergi með að einhvern tímann kemur það til með að hiksta eða klikka, og þá þurfum við að geta brugðist við því.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni