Utan vallar: Tími til að láta verkin tala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 12:01 Strákarnir á æfingu í Ólympíuhöllinni í gær. vísir/vilhelm Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað. Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Sjá meira
Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Sjá meira