Matarhola á orkumarkaði Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 11. janúar 2024 11:01 Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Orkumál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um orkuskort og orkuöryggi er áberandi í samfélaginu, eðlilega þar sem aðilar markaðarins hafa bent á að ekki sé til næg orka í kerfinu – hún dugi hvorki til að viðhalda óbreyttu ástandi, hvað þá til þess að styðja við framfarir og aukna hagsæld til framtíðar. Það er því mikilvægt að hugað sé að frekari uppbyggingu í orkuframleiðslu á Íslandi. Ávextir í augnhæð – betri orkunýting Við vitum að uppbygging tekur tíma og því þarf að huga að leiðum til úrbóta í því millibilsástandi sem ríkir meðan unnið er að aukinni framleiðslu í kerfinu. Við slíkar aðstæður er rökrétt að byrja á því að spyrja hvort til séu einhverjir ávextir í augnhæð sem hægt er að grípa til. Svarið er já. Raforkumarkaðurinn, raforkuöryggi og orkunýting hefur verið viðfangsefni margra starfshópa á vegum stjórnvalda síðustu ár og hafa margvíslegar tillögur litið dagsins ljós. Ein slík tillaga er stofnun virks viðskiptavettvangs um raforku. Elma orkuviðskipti ehf., er dótturfyrirtæki Landsnets, sem hefur það hlutverk að tryggja að raforkan berist til okkar. Elma hefur síðast liðið ár unnið að því að koma á fót virkum viðskiptavettvangi fyrir raforku og nú hillir undir opnun slíkt viðskiptavettvangs. Hvað þýðir það fyrir raforkumarkaðinn? Virkur viðskiptavettvangur skapar umgjörð utan um viðskipti á markaði, þar sem skýrar leikreglur tryggja jafnræði á markaði, gegnsæi og skýr verðmerki. Jafnræði þýðir að allir aðilar á markaði hafa jafnan aðgang, óháð stærð eða starfsemi. Þessi aðilar hafa einnig jafnan aðgang að upplýsingum sem geta haft áhrif á framboð og eftirspurn og þannig á verðmyndun raforkunnar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar eru fyrirhugað viðhald virkjana, bilanir, tímabundin skerðing á flutningsgetu og fleira þess háttar. Sé til umframorka í kerfinu þá skilar óháður vettvangur viðskipta fyrir raforku betri orkunýtingu. Líkja má Elmu við Nasdaq Ísland, sem er óháður vettvangur viðskipta fyrir fjármálagjörninga, Elma er slíkur vettvangur fyrir raforku. Raforkuhitamælirinn Virkur viðskiptavettvangur gefur mikilvægar upplýsingar um stöðuna á orkumarkaði. Er nokkurs konar hitamælir á heilbrigði markaðarins. Ef skortur er á raforku hækkar verð, ef ofgnótt er af raforku lækkar verð. Þannig gefur virkur viðskiptavettvangur skilaboð um hvort að það þurfi að fjárfesta í kerfinu eða ekki. Því miður hefur ekki verið um slík verðmerki að ræða á íslenskum raforkumarkaði og því má draga þá ályktun að ef virkur viðskiptavettvangur fyrir raforku hefði verið til á Íslandi fyrir nokkrum árum, þá hefði hann gefið merki um þann orkuskort sem núna blasir við. Viðskiptavettvangurinn sem slíkur stýrir ekki verði, hvorki lækkun né hækkun, hann gefur skilaboðin – svipað og jarðskjálftamælir mælir styrk jarðskjálfta, en er ekki orsök hans. Hringrásahagkerfi raforku – betri orkunýting Einn af lykilþáttum virks viðskiptavettvangs er að nýting raforkunnar eykst til muna þar sem slíkur vettvangur starfar. Nú í dag er föst orka í kerfinu sem ekki er hægt að nýta. Líkja má núverandi stöðu á markaði við Costco – þú ferð og verslar og stundum kaupir þú of mikið af tiltekinni vöru og þá siturðu uppi með hana. Virkum viðskiptavettvangi má líkja við Kolaportið, þar getur þú selt aftur það umfram magn sem þú keyptir og þarft ekki sjálfur að nota, til annarra sem þurfa á henni að halda – þannig verður til nokkurs konar hringrásarhagkerfi um raforkuna. Orkuöryggishópur hefur m.a. bent á mikilvægi virks viðskiptavettvangs í þessum efnum. Matarholan – betri orkunýting Matarholan felst í því að nýta núverandi orku mun betur í gegnum virkan viðskiptavettvang raforku, framleiðendur geta komið framleiðslu sinni auðveldlega á markað, létta þarf af sölubanni í tvíhliðasamningum við stórnotendur, þannig að þau geti komið umframorku í nýtingu á virkum viðskiptavettvangi og söluaðilar geti bæði keypt og selt raforku eftir þörfum. Þannig eykst orkunýting til hagsbóta fyrir neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipti.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun