„Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 08:00 Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia í Ólympíuhöllinni í München þar sem Ísland spilar við Serbíu í dag, Svartfjallaland á sunnudag og Ungverjaland á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM „Þetta er allt saman stærra en maður er vanur,“ segir Stiven Tobar Valencia en þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, mættir á sitt fyrsta stórmót, ræddu saman við Vísi í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á EM, gegn Serbíu í dag. „Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
„Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira