„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson glaðbeittur á fyrstu æfingu landsliðsins í München í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06
Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15
Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00
Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00