„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2024 08:00 Bjarki Már Elísson glaðbeittur á fyrstu æfingu landsliðsins í München í gærkvöld. VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Bjarki var brattur eftir létta æfingu landsliðsins í gærkvöld, eftir rútuferðina frá Austurríki þar sem Ísland vann tvo vináttulandsleiki við heimamenn. „Við teljum okkur vera á góðri leið. Við erum að slípa saman bæði vörnina og sóknina, erum búnir að fara vel yfir Serbana, og höldum því bara áfram [í dag]. Tilfinningin er góð,“ sagði Bjarki. Hann telur íslenska liðið mæta nokkuð svipað í stakk búið til leiks í ár eins og í fyrra, þegar það endaði í 12. sæti á HM, einu sæti á eftir Serbíu. „Í fyrra var Ómar svolítið tæpur í hásininni, og í staðinn er Gísli núna tiltölulega nýkominn til baka eftir meiðsli. Þetta er bara partur af þessu. Það eru margir að glíma við eitthvað en við komum bara nokkuð ferskir og bjartsýnir til leiks.“ Klippa: Bjarki búinn að fara vel yfir Serbana Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spáði rétt fyrir um gengi Íslands á HM í fyrra, og í gær greindi hann frá þeirri niðurstöðu sinni að líklegast væri að Ísland yrði í 9.-11. sæti á EM. Yrði það ásættanleg niðurstaða í augum Bjarka? „Þetta eru náttúrulega bara einhver líkindi. Ég fer alla vega ekki með þann draum inn í mótið að ætla mér að ná níunda sæti. Það fallega við íþróttirnar er að það getur allt gerst. Við erum með okkar markmið. Það er að byrja á því að vinna Serbana, en svo held ég að allir viti að við eigum stóra drauma innan liðsins. Við verðum bara að sjá til.“ Fyrsta mál á dagskrá er að takast á við öflugt lið Serba: „Þeir eru með mjög gott lið. Tvo frábæra markmenn, tvo þunga línumenn, mjög góðan miðjumann í [Lazar] Kukic. Við þurfum að ná tökum á honum og hindra línusendingarnar. Spila okkar leik og þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika.“ Félagi Bjarka í vinstra horninu, Stiven Tobar Valencia, spilar nú í fyrsta sinn á stórmóti en hvernig hefur hann smollið inn í liðið? „Bara vel, eins og allir sem hafa komið inn í þetta með mér. Þeir hafa verið þónokkrir. Hann er ferskur og góður í handbolta, og gaman að honum. Hann er að koma flott inn í þetta.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06 Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15 Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00 Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Myndasyrpa frá fyrstu æfingu landsliðsins í München Íslenska karlalandsliðið er mætt til æfinga í München fyrir Evrópumótið í handbolta. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í æfingu dagsins, fyrsti leikur í riðlakeppninni fer fram á föstudag gegn Serbíu. 10. janúar 2024 18:06
Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin Háskólinn í Reykjavík hitaði upp fyrir EM í handbolta sem hefst í dag í HR stofunni. 10. janúar 2024 13:15
Besta sætið: „Við eigum að stefna á gullið“ Strákarnir í íþróttahlaðvarpinu Besta sætinu voru allir á því að Ísland ætti að mæta með kassann úti á EM og setja markið hátt. 10. janúar 2024 10:00
Utan vallar: Væntingar mínar til einstakra landsliðsmanna á EM Átján leikmenn eru mættir til Þýskalands til að spila fyrir Íslands hönd á EM í handbolta 2024. Hverjar eru væntingar til þeirra fyrir mótið? Hér er reynt að svara því. 10. janúar 2024 08:00