Guardiola hefur verið þekktur fyrir að vera vel til fara á hliðarlínunni síðan hann byrjaði að þjálfa fyrir um fimmtán árum.
Hann ákveður þó ekki sjálfur í hverju hann er á leikdegi heldur eiginkona hans, Cristina Serra. Fjölskylda hennar rekur verslun í Barcelona sem selur merkjavörur, meðal annars frá Armani.
„Konan er í best í heimi á mörgum sviðum, sérstaklega þegar kemur að tísku. Venjulega segir hún við mig: Vertu í þessu en ekki þessu og ég fylgi leiðbeiningum hennar,“ sagði Guardiola.
„Ég er nógu klár til að vita þegar fólk er betra en ég í einhverju, að fylgja ráðleggingum þeirra og hennar eru mjög góðar.“
Strákarnir hans Guardiolas í City eru í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjörutíu stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Næsti leikur City er gegn Newcastle United á laugardaginn.