Færeyski miðillinn Kringvarp hefur eftir Bjarna Kárason Petersen, jafnréttisráðherra Færeyja, að þau þungunarrofslög sem hafa verið í gildi frá árinu 1956 standi ekki tímans tönn og þeim þurfi að breyta.
Samkvæmt núverandi lögum er þungunarrof svo gott sem ólöglegt í Færeyjum en leyfilegt er að framkvæma aðgerðina í sérstökum tilfellum.
Nái frumvarp Petersen í gegn verður framkvæmd þungunarrofa lögleg út tólftu viku meðgöngu, en sú löggjöf gildir einnig í Danmörku.