Leigubílstjórar fá ekki árskort og kostnaður gæti margfaldast Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 11:02 Stjórar þessara leigubifreiða við Leifsstöð hafa vafalítið margir verið handhafar árskorts. Vísir/Vilhelm Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Ljóst er að kostnaður leigubílstjóra sem vinna mikið við að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli gæti margfaldast. Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“ Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira