Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2024 08:36 Dýraverndunarsamband Íslands segja það vonbrigði að dýraverndunarlögin hafi ekki meira vægi í áliti umboðsmanns Alþingis. Myndin er frá mótmælum vegna hvalveiða í sumar. Vísir/Lovísa Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. Í yfirlýsingu DÍS segir að í áliti umboðsmanns séu lög um velferð dýra frá 2013 víkjandi en tekið fram að ekki hafi verið nægilega skýr stoð í lögum um hvalveiðar frá 1949 fyrir ákvörðun matvælaráðherra um frestun veiða. í áliti umboðsmanns sagði að ráðherra hefði skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. „Þannig er í álitinu vægi 75 ára úreltra hvalveiðilaga metið mun þyngra en 11 ára laga um dýravelferð,“ segir í yfirlýsingunni og að samtökin telji það mikið áhyggjuefni að dýravelferð sé þannig sett til hliðar. Samtökin hvetja ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða löggjöf án tafar og tryggja með þeirri endurskoðun að dýr njóti vafans og að atvinnuréttur sé ekki látinn ganga framan því að tryggja að lög um dýravelferð séu uppfyllt. „Í tilviki Hvals hf. var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um velferð dýra og því bar ráðherra að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu og að álið umboðsmanns hafi leitt í ljós nauðsynlega endurskoðun og breytingu á lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna þessa máls um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag. Hvalir Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47 Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55 Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Í yfirlýsingu DÍS segir að í áliti umboðsmanns séu lög um velferð dýra frá 2013 víkjandi en tekið fram að ekki hafi verið nægilega skýr stoð í lögum um hvalveiðar frá 1949 fyrir ákvörðun matvælaráðherra um frestun veiða. í áliti umboðsmanns sagði að ráðherra hefði skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. „Þannig er í álitinu vægi 75 ára úreltra hvalveiðilaga metið mun þyngra en 11 ára laga um dýravelferð,“ segir í yfirlýsingunni og að samtökin telji það mikið áhyggjuefni að dýravelferð sé þannig sett til hliðar. Samtökin hvetja ríkisstjórn og Alþingi til að endurskoða löggjöf án tafar og tryggja með þeirri endurskoðun að dýr njóti vafans og að atvinnuréttur sé ekki látinn ganga framan því að tryggja að lög um dýravelferð séu uppfyllt. „Í tilviki Hvals hf. var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um velferð dýra og því bar ráðherra að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu og að álið umboðsmanns hafi leitt í ljós nauðsynlega endurskoðun og breytingu á lögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna þessa máls um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag.
Hvalir Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47 Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55 Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01 Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08 Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. 9. janúar 2024 06:47
Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. 8. janúar 2024 18:55
Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. 6. janúar 2024 21:01
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6. janúar 2024 19:08
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20