Foreldrarnir vilja rannsókn vegna andláts Cusack Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:05 Maddy Cusack hefur verið minnst víða um England eftir að hún lést í september. Getty/Jacques Feeney Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar. Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira
Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Enski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Sjá meira