Auglýsa netspilavíti með krókaleiðum Bjarki Sigurðsson skrifar 10. janúar 2024 21:00 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Arnar Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða. Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira