Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 12:45 Ef marka má samtal Katrínar og Sonju eru fundir um framhald kjaraviðræðna á næsta leiti. „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira