Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 12:45 Ef marka má samtal Katrínar og Sonju eru fundir um framhald kjaraviðræðna á næsta leiti. „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira