„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 21:01 Askur Hrafn Hannesson er einn þeirra sem ætla að tjalda á Austurvelli í nótt, til að sýna samstöðu með Palestínumönnum sem fengið hafa samþykkta fjölskyldusameiningu en segja stjórnvöld ekkert aðhafast til að gera þær að veruleika. Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira