Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. janúar 2024 09:35 Sayyed Hassan Nassallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna ávarpar líbönsku þjóðina í kjölfar árása Ísraels. AP/Hassan Ammar Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent