„Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 22:17 Arnar brosti ekki svona blítt eftir leikinn í kvöld Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir. Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti