„Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2024 15:01 Róbert segir enga stjórn hægt að hafa á bílum þegar ekið er niður brekkuna í hálku eins og þeirra sem sést á myndinni. Vísir Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. „Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“ Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
„Vegagerðin og Borgarbyggð gera samkomulag um að Borgarbyggð sjái um snjómokstur og Vegagerðin heldur veginum við. Ég missti bílinn minn niður þessa brekku, á nýjum vetrardekkjum þvert á veginn og ég var næstum því búinn að missa bílinn þarna niður,“ segir Róbert Ágústsson, sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði, og vísar þar til árfarvegs sem rennur undir veginn og Róbert segir nánast gil. Brekkan sem Róbert vísar til er á miðjum Stangarholtsvegi við Tannalækjarhóla.Vísir/Hjalti „Þetta er slysagildra. Þegar við hjónin fórum þarna töldum við átta bíla sem höfðu farið út af. Ég er búinn að standa í því í þrettán ár að reyna að fá einhver svör um hver beri ábyrgð á þessu og það vísa allir bara hver á annan,“ segir Róbert. Erfiðar aðstæður Þegar fréttastofa leitaði svara hjá Borgarbyggð um söltun á veginum fengust þau svör að verkefnið væri á lista hjá Vegagerðinni en að vegurinn sé ekki í forgangi. Forgang fái þeir vegir þar sem er skólaakstur. Þegar fréttastofa hringdi í Vegagerðina var verið að salta veginn og ryðja hann. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk þarf að berast beiðni til Borgarbyggðar sem svo óskar eftir við Vegagerðina, eða við verktaka sína, að vegir verði saltaðir og ruddir. Þannig er það á borði sveitarfélagsins en ekki Vegagerðarinnar að fara fram á eða ákveða að sveitavegirnir verði ruddir eða saltaðir. Hver ber ábyrgð? Róbert segir málið orðið mjög flókið og spurninguna ekki síst um hver beri ábyrgð á veginum, og þá sérstaklega þessari brekku, þegar hann er orðinn svo hættulegur að þar geti orðið banaslys. Mannskaðahálka myndast oft í brekkunni til norðurs niður af Tannalækjarhólum.Róbert Ágústsson „Er það Borgarbyggð sem á að loka veginum, er það Vegagerðin, er það lögreglan? Enginn gerir neitt,“ segir Róbert. „Ef þetta væri einn bóndabær og tveir sumarbústaðir þá væri ég kannski ekki að gera svona mikið mál en þetta er ein stærsta sumarhúsabyggð í Borgarbyggð. Það er svo mikil umferð þarna. Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðin dauðagildra?“ Hann veltir því fyrir sér hvernig slökkviliðs- eða sjúkrabíll ætlaði að komast niður þessa brekku ef upp kæmi neyðaratvik í byggðinni. „Ef það kviknar í bústað eða einhver fær hjartaáfall, hvernig ætlar slökkvibíll fullur af vatni að komast niður þessa brekku eða sjúkrabíll í flughálku?“
Borgarbyggð Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira