Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2024 07:03 Ljóst er að innan ríkisstjórnar Netanyahu eru afar ólíkar skoðanir á því hvað á að verða um Gasa eftir að átökum lýkur. Gallant er fyrir miðju á myndinni. AP/Abir Sultan Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira