Sprautaði kryddvökva úr heimagerðu vopni í andlit leigubílstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 14:34 Leigubílstjóri varð fyrir barðinu á manninum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður með langan sakaferill hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta á leigubílstjóra, sem og önnur minniháttar brot. Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira